Framleiðsla og meðhöndlun á sushi
Við framleiðslu matvæla, sem boðin eru tilbúin til neyslu, ber að gæta sérstakrar varúðar. Þetta á öðru fremur við um framleiðslu á sushi sem samanstendur af viðkvæmri matvöru eins og ókældum hrísgrjónum og hráum fiski.
Þá standa réttirnir oft utan kælis í einhvern tíma áður en þeirra er neytt, sem eykur hættuna á óæskilegum örveruvexti.
Þeir sem höndla með sushi skulu hafa virkt innra eftirlit byggt á aðferðum HACCP (Greining hættu og mikilvægir stýristaðir). Framleiðsluferlið skal vel skilgreint og vera skriflegt. Starfsfólk skal vera vel uppfrætt.
Hér að neðan er að finna leiðbeiningar um framleiðslu og meðhöndlun á sushi: