• Email
  • Prenta

Vítamín og steinefni

YfirlitLeyfileg vítamín og steinefni til íblöndunar

Reglugerðin segir til um hvaða vítamínum og steinefnum er leyfilegt að blanda í matvæli. Aðalskilyrðið er að vítamínin og steinefnin séu örugg. Þau þurfa auk þess að vera í því efnafræðilega formi (e. vitamin formulations og mineral substances) sem líkaminn getur nýtt sér. Samkvæmt reglugerðinni er eingöngu leyfilegt að blanda þeim vítamínum og steinefnum sem eru tilgreind í viðauka I og í þeim formum sem tilgreind eru í viðauka II.

Til útskýringar, þá er leyfilegt að nota annað hvort þíamínhýdróklóríð eða þíamínmónónítrat sem form B1-vítamíns í matvæli. Bæði form eru leyfileg skv. viðauka II reglugerðarinnar en líka aðeins þau en engin önnur.

Nýjar breytingar

Viðaukum I og II hefur nú þegar verið breytt með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1170/2009, nr. 1161/2011 og nr. 119/2014 þar sem nokkrum efnum hefur verið bætt við listana í viðaukunum. 

Á Íslandi hefur ESB reglugerð nr. 1170/2009 verið innleidd með reglugerð nr. 1166/2011.

ESB reglugerð nr. 1161/2011 hefur verið innleidd með reglugerð nr. 914/2012 og ESB reglugerð nr. 119/2014 hefur verið innleidd með reglugerð nr. 964/2014.

Reglugerð nr. 914/2012 og 964/2014 eru birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

Vinnuskjal með vítamín og steinefni og form þeirra

Hér að neðan er listi yfir vítamín og steinefni ásamt þeim vítamínsamsetningum og steinefnaformum sem heimilt er að bæta í matvæli skv. viðauka I og II reglugerðar nr. 327/2010. Athuga ber að listinn inniheldur nú þegar breytingar skv. reglugerð nr. 1166/2011, reglugerð nr. 914/2012 og reglugerð nr. 964/2014 og  er aðeins hugsaður sem vinnuskjal. Matvælastofnun bendir á að villur kunna að vera í PDF-skjalinu. Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og birtum texta í stjórnartíðindum gildir textinn í stjórnartíðindum.

Lágmarksmagn vítamína og steinefna

Í reglugerðinni er þess krafist að íblöndun vítamína og steinefna í matvæli leiði til tiltekins lágmarksmagns þessara efna í þeim. Sé magn efnanna í þessum matvælum óverulegt eða of lítið gagnast það neytendum ekki og gæti því íblöndunin talist villandi. Lágmarksmagn vítamína og steinefna í íblönduðum matvælum skal samræmast marktæku magni þessara næringarefna sem þarf að vera í matvælum til að gefa megi næringarefnin upp í næringargildismerkingu.

Hvað telst marktækt magn vítamína og steinefna kemur fram í 2. lið A. hluta XIII. viðauka reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda (ísl. reglugerð nr. 1294/2014) og er eftirfarandi:

  • 15% af næringarviðmiðunargildum í 100 g eða 100 ml þegar um er að ræða vörur aðrar en drykkjavörur 
  • 7,5% af næringarviðmiðunargildum í 100 ml þegar um er að ræða  drykkjarvörur
  • 15% af næringarviðmiðunargildum í skammti ef pakkningin inniheldur einungis einn skammt.

Varan þarf sem sagt að innihalda vítamín og/eða steinefni í magni sem nemur a.m.k. 7,5 % eða 15%  af næringarviðmiðunargildum í 100 ml eða 100 g vörunnar. Þetta lágmarksmagn  endurspeglar heildarmagn vítamínanna og steinefnanna sem eru í lokaafurð, þ.e.a.s. einnig þau vítamín og steinefni sem eru í vörunni frá náttúrunnar hendi áður en af íblönduninni varð. 

Dagleg viðmiðunarneysla vítamína og steinefna (næringarviðmiðunargildi, NV) fyrir fullorðnamá finna í töflu í XIII. viðauka við ESB reglugerð nr. 1169/2011 og skal hún notuð til viðmiðunar við merkingar. 

Hámarksmagn vítamína og steinefna

Vegna þess að magn vítamína og steinefna sem blandað er í matvæli getur verið afar mismunandi og þar sem inntaka þeirra í of miklu magni getur haft skaðleg áhrif á heilbrigði getur þótt nauðsynlegt að setja hámarksmagn fyrir vítamín og steinefni. Framkvæmdastjórn ESB er heimilt að leggja fram tillögur um ásættanlegt hámarksmagn fyrir einstök vítamín og steinefni en sú vinna hefur ekki enn hafist.

Á meðan engin hámörk hafa verið sett fyrir vítamín og steinefni þarf Matvælastofnun að meta hvernig hún getur tryggt að íblönduð matvæli séu ekki hættuleg heilsu manna vegna of hás magns vítamína og/eða steinefna. Í umfjöllun um ásættanlegt hámarksmagn styðst Matvælastofnun við álit vísindanefnda Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA, European Food Safety Authority) um efri þol-/öryggismörk (tolerable Upper Levels of intake, UL) fyrir vítamín og steinefni sem gefin voru út árið 2006.

Efri þolmörkin (UL) sem EFSA hefur sett mun verða viðmið framkvæmdastjórnarinnar og aðildaríkjanna þegar hámarksmagn vítamína og steinefna verða í framtíðinni sett fyrir íblönduðu matvæli.

Í töflunni hér að neðan er samantekt á efri öryggismörkum (UL) fyrir fullorðna og börn fyrir vítamín og steinefni samkvæmt áliti EFSA. Fyrir þau vítamín og steinefni þar sem engin gildi eru, hefur ekki verið hægt að meta efri öryggismörk.

 Micronutrient 
Age
1-3 years
Age
4-6 years
Age
7-10 years
Age
11-14 years
Age
15-17 years
Adults
 Vitamin A (µg)
 800  1100  1500  2000  2600  3000 g
 Vitamin D (µg)
 25/50e  50  50  100  100  100 
 Vitamin E (mg)
 100  120  160  220  260  300 h
 Niacin (mg) a
 150  220  350  500  700  900 f
 Vitamin B6 (mg)
 5  7  10  15  20  25
 Folic acid (µg) b
 200  300  400  600  800  1000
 Calcium (mg) 
 2500c  2500  2500  2500  2500  2500 
 Magnesium (mg) d
 65 d  250  250  250  250  250
 Zinc (mg)
 7  10  13  18  22  25
 Copper (mg)
 1  2  3  4  4  5 f
 Iodine (µg)
 200  250  300  450  500  600 i
 Selenium (µg)
 60  90  130  200  250  300

a The ULs only apply for nicotinamide. 
b Does not include dietary folate from natural sources. 
c The SCF does not recommend an age-differentiation of the UL for calcium. 
dThe UL only applies for magnesium supplements and for magnesium present in water. No UL was established by the SCF in 2001 for children under 4 years due to insufficient data. The UL for this age group was established by the US Institute of Medicine in 2003. 
For infants up to one year of age, the UL is 25 µg/day.
fThe UL for adults does not apply during pregnancy or lactation. 
gThe UL for adults does not apply for postmenopausal women, here the SCF recommends a maximum intake of 1500µg. 
hThe UL does not apply for subjects with blood coagulation defects caused by vitamin K deficiency or by malabsorption or due to therapy with anticoagulants. 
iThe UL established for iodine does not apply to populations with iodine deficiency disorders.