Eftirlit
Eftirlit á Íslandi er í höndum Heilbrigðiseftirlits Sveitarfélaga og Matvælastofnunar. Samkvæmt 9. gr. laga um matvæli er öll dreifing matvæla starfsleyfisskyld, þ.m.t. innflutningur.Heilbrigðiseftirlit Sveitarfélaga
Landinu er skipt í 10 heilbrigðiseftirlitssvæði. Á þeim svæðum sjá viðeigandi sveitarfélög um heilbrigðiseftirlit þ.e. þau hafa umsjón með starfsleyfisgerð og hafa eftirlit með hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og mengandi starfsemi. Matvælaeftirlit annast eftirlit með öryggi og heilnæmi matvæla í fyrirtækjum sem framleiða eða dreifa matvælum eins og matvælaverksmiðjum, verslunum, heildverslunum, veitingahúsum og mötuneytum. Það þýðir að öll fyrirtæki sem falla undir lög nr. 93/1995 um matvæli að undanskildum þeim sem falla undir eftirlit Matvælastofnunar, sbr. 6. gr. sömu laga eru undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gefur út starfsleyfi fyrir dreifingu matvæla.