• Email
  • Prenta

Innkallanir

Ábyrgð stjórnenda fyrirtækja er að gera tafarlaust ráðstafanir til að stöðva dreifingu matvæla, fóðurs og matvælasnertiefna., taka vörur af markaði (withdraw) og innkalla (recall) frá neytendum ef þörf er á, ef þeir hafa vitneskju um að varan sé ekki örugg. Einnig þarf að tilkynna aðgerðir til lögbærra eftirlitsaðila heilbrigðiseftirlits (HES) eða Matvælastofnunar (MAST). Ef varan er komin til neytanda skal upplýsa þá með fréttatilkynningu sem birtist í helstu fjölmiðlum. Fyrirtækin geta haft samráð við eftirlitsaðila varðandi innköllun og gerð fréttatilkynninga.