• Email
  • Prenta

Aðskotaefni í sláturafurðum, mjólk og eldisfiski

Reglubundið eftirlit með aðskotaefnum og lyfjaleifum í búfjárafurðum hefur verið skipulagt hér á landi síðan 1989. Fyrstu mælingar á sláturafurðum á vegum yfirdýralæknis voru gerðar 1974, en þá voru mæld klórkolefnissambönd í mör fullorðins fjár. Þetta var gert til að kanna hvort leifar af baðlyfi fyndust í afurðunum eftir þrifabaðanir þar sem notað var Gammatox baðlyf (virkt efni: Lindan). Í byrjun níunda áratugarins var magn blýs og kadmíums mælt í lifur og kjöti lamba. Sýnatökuáætlanir fyrir aðskotaefnamælingar í sláturafurðum eru nú gerðar árlega samkvæmt reglum Evrópusambandsins (tilskipun 96/23 sem innleidd var í íslenska löggjöf með reglugerð 30/2012) og eru þær samþykktar af matvælaeftirlitsdeild bandaríska landbúnaðarráðuneytisins og eftirlitsskrifstofun EFTA Slíkt samþykki er nauðsynlegt til þess að sláturhús og mjólkurstöðvar hér á landi fái útflutningsleyfi á Bandaríkja- og Evrópusambandsmarkað. Umdæmisskrifstofur Matvælastofnunar sjá um sýnatöku búfjárafurða í sláturhúsum og á bændabýlum. Mælingarnar eru að hluta til gerðar á innlendum rannsóknastofum önnur sýni þarf að senda til rannsóknar erlendis. Rannsóknastofurnar sem mæla sýni fyrir matvælastofnun eru nú:

Leitað er að efnum og efnasamböndum í eftirfarandi meginflokkum:

Flokkur A: Efni sem bannað er að nota innan ESB

A1-A5: Vaxtarhvetjandi efni (hormónar)
A6: Sérstök efni sem eru bönnuð t.d. Chloramphenicol, nitrofurans, nitroimidazoles, chlorpromazine.

Flokkur B: Leifar dýralyfja og önnur óæskileg efni

B1: Sýklalyf
B2a-f: Önnur dýralyf t.d. sníklalyf, bólgueyðandi lyf, róandi lyf.
B3a-f: Önnur efni t.d. lífræn klór- og fosfórsambönd, þungmálmar, sveppaeitur.

Hér að neðan má sjá niðurstöður rannsókna undanfarinna ára.