• Email
 • Prenta

Lausar stöður

 • Email

Sérfræðingur við eftirlit með vinnslu matvæla

27.08.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í opinberu eftirliti með sjávarafurðum, mjólkur- og kjötframleiðslu með starfsstöð á Selfossi. Um fullt starf er að ræða og krefst starfið einhverra ferða um landið. Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 2. janúar nk.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit með fiskeldi, fiskvinnslum og fiskiskipum
 • Eftirlit með löndunaraðstöðu og aflameðferð
 • Eftirlit með mjólkurvinnslum
 • Eftirlit með kjötvinnslum
 • Önnur tengd eftirlits- og sérfræðistörf

Hæfnikröfur

 • Krafa um háskólamenntun í matvælafræði, líffræði eða aðra menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á HACCP aðferðafræðinni nauðsynleg
 • Þekking á lögum og reglum á sviði matvæla er æskileg
 • Reynsla af opinberu eftirliti er kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Sjálfstæði, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
 • Góð framkoma og lipurð í samskiptum
 • Þekking á og vilji til teymisvinnu
 • Bílpróf er skilyrði

Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldór P. Þorsteinsson, halldor.thorsteinsson hjá mast.is í síma 530 4800. Umsókn skal fylgja prófskírteini, ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir því hvernig umsækjandi uppfyllir hæfnikröfur. Sótt er um starfið í þjónustugátt Matvælastofnunar

Umsóknarfrestur er til og með 16. september n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

 • Email

Sérfræðingur í búnaðarmálum

22.08.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun leitar að dugmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings á Búnaðarstofu Matvælastofnunar með starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu. Um 100% starf er að ræða tímabundið til 30. júní 2020 með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. október 2019.

Helstu verkefni og ábyrgð

Stjórnsýsluverkefni sem snúa að framkvæmd á búvörulögum, búnaðarlögum og lögum um búfjárhald. Umsýsla með stuðningsgreiðslur í landbúnaði þar sem notast er við rafræna stjórnsýslu. Samskipti, tölfræðiúrvinnsla og upplýsingagjöf.

Hæfnikröfur

 • BSc. eða MSc. í búvísindum eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Áhugi og haldgóð þekking á landbúnaði er kostur
 • Menntun, þekking og starfsreynsla í opinberri stjórnsýslu æskileg
 • Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri
 • Skipulagshæfileikar og drifkraftur
 • Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum
 • Góð þjónustulund og lausnamiðuð vinnubrögð
 • Skapandi hugsun og færni í teymisvinnu
 • Mikil reynsla og færni í vinnu í vefumhverfi og rafrænni stjórnsýslu er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvæla-stofnunar, jon.lorange hjá mast.is og í síma 530 4800. Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2019. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, kynningarbréf og prófskírteini. Sótt er um starfið í þjónustugátt Matvælastofnunar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

 • Email

Eftirlitsdýralæknir á Akureyri

22.08.2019 Fréttir - Lausar stöður

50% staða eftirlitsdýralæknis við umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar á Akureyri er laus til umsóknar. Aðsetur annars staðar innan umdæmisins en á Akureyri er samkomulagsatriði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsdýralæknir sinnir fyrst og fremst eftirliti samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um dýr og matvæli.

Helstu verkefni eru:

 • Heilbrigðiseftirlit í sláturhúsum
 • Eftirlitsstörf á sviði matvæla, dýraheilbrigðis og dýravelferðar
 • Eftirlit með velferð dýra

Jafnframt felst í starfinu sýnatökur og samskipti við opinberar stofnanir. 

Hæfnikröfur

 • Dýralæknismenntun og starfsleyfi sem dýralæknir
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti ensku
 • Góð almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið

Sótt er um starfið á þjónustugátt MAST á vef MAST www.mast.is og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir, olafur.jonsson hjá mast.is í síma 530 4800. Umsóknarfrestur er til og með 9. september nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

 • Email

Dýralæknaþjónusta í dreifðum byggðum - samningar auglýstir

13.08.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun auglýsir eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins í samræmi við reglugerð nr. 846/2011. Reglugerðinni er ætlað að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna af skornum skammti.

Gerður verður þjónustusamningur fyrir hvert þjónustusvæði við viðkomandi dýralækni eða dýralækna. Samningar eru gerður til 5 ára og gilda frá og með 1. nóvember 2019. Samningarnir verða uppsegjanlegir eins og núverandi samningar auk þess sem í þeim verða endurskoðunarákvæði með vísan til breytinga sem kunna að verða gerðar í kjölfar niðurstöðu starfshóps ráðherra um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna. Matvælastofnun tryggir skv. samningnum mánaðarlega greiðslu til að sinna dýralækna- og bráðaþjónustu á víðkomandi þjónustusvæði.

Dýralæknir sem gerir þjónustusamning skal vera með starfsstöð innan hlutaðeigandi þjónustusvæðis til að tryggja eftir föngum að dýraeigendur fái ávallt dýralækna- og bráðaþjónustu innan hæfilegs tíma. Dýralækninum er heimilt að sinna bráða- og dýralæknaþjónustu á öðrum svæðum en tilgreind eru í samningi þessum. Með sama hætti er öðrum dýralæknum heimilt að bjóða fram þjónustu sína á þjónustusvæðinu. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða þekkingu á staðháttum og sjúkdómastöðu á viðkomandi svæði. Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu.

Um eftirfarandi þjónustusvæði er að ræða:

 • Þjónustusvæði 1: Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundafjarðarbær, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær.
 • Þjónustusvæði 2: Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og fyrrum Bæjar¬hreppur.
 • Þjónustusvæði 3: Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur.
 • Þjónustusvæði 4: Húnaþing vestra (nema fyrrum Bæjarhreppur), Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.
 • Þjónustusvæði 5: Þingeyjarsveit (nema Fnjóskadalur), Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Norðurþing (vestan Blikalónsdals).
 • Þjónustusvæði 6: Norðurþing (austan Blikalónsdals), Svalbarðshreppur, Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur.
 • Þjónustusvæði 8: Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.
 • Þjónustusvæði 9: Sveitarfélagið Hornafjörður.
 • Þjónustusvæði 10: Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur.

Nánari upplýsingar um dýralæknaþjónustuna og gerð þjónustusamnings veitir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir (sigurborg.dadadottir hjá mast.is)  í síma 530 4800. Jafnframt er vísað til reglugerðar um dýralæknaþjónustu í dreifðari byggðum landsins

Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merktar “Dýralæknir – þjónustusvæði”. Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2019.