• Email
  • Prenta

Lausar stöður

  • Email

Dýralæknar – sauðfjárslátrun

06.04.2017 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýralækna til tímabundinna starfa við heilbrigðiseftirlit í sauðfjárslátrun næsta haust. Um er að ræða störf á á eftirtöldum stöðum:

  • Sláturhús SS á Selfossi 
  • Sláturhús KVH á Hvammstanga 
  • Sláturhús SAH afurða á Blönduósi 
  • Sláturhús KS á Sauðárkróki
  • Sláturhús Norðlenska á Húsavík
  • Sláturhús Fjallalambs á Kópaskeri

Nánari upplýsingar veitir Bjarki R. Kristjánsson (bjarki.kristjansson hjá mast.is)  í síma 530-4800. Umsókn ásamt ferilskrá og prófskírteini skal senda í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og setja skal „Sauðfjárslátrun 2017“ í efnislínu. Umsóknarfrestur er til 1. maí n.k. Umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.