• Email
 • Prenta

Lausar stöður

 • Email

Dýralæknir svínasjúkdóma

03.10.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar að ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf sérgreinadýralæknis svínasjúkdóma. Um fullt starf er að ræða á starfsstöð stofnunarinnar á Selfossi frá 1. janúar 2020.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfirumsjón með sjúkdómum svína og almennu heilbrigði og velferð þeirra
 • Umsjón með súnum og súnuvöldum tengt svínum
 • Þátttaka í teymum er varða starfið, s.s. samræming eftirlits, greining gagna og skýrslugerð
 • Vinna að matvælaöryggi og súnusjúkdómum
 • Fylgjast með löggjöf og þróun á sínu starfssviði, þ.m.t. erlent samstarf
 • Fræðsla og upplýsingagjöf

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Dýralæknir
 • Framhaldsmenntun á sviði svínasjúkdóma æskileg
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Reynsla af opinberu eftirliti er æskileg
 • Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
 • Skipulags- og samskiptahæfileikar
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta
 • Gott vald á íslensku

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir í síma 530 4800 og á netfanginu sigurborg.dadadottir hjá mast.is. Sótt er um starfið í þjónustugátt Matvælastofnunar undir efnislínunni „Sérgreinadýralæknir svínasjúkdóma“. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2019. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

 • Email

Héraðsdýralæknir Austurumdæmis

03.10.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar að ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf héraðsdýralæknis Austurumdæmis með aðsetur á Egilsstöðum. Um fullt starf er að ræða frá 1. janúar 2020.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Skipulag og ábyrgð á eftirliti með heilbrigði og velferð dýra
 • Skipulag og ábyrgð á eftirliti með frumframleiðslu matvæla, slátrun og vinnslu dýraafurða 
 • Framkvæmd opinbers eftirlits
 • Sóttvarnir og varnir gegn smitsjúkdómum dýra
 • Skýrslugerðir
 • Skipulag vaktþjónustu í umdæminu
 • Ábyrgð á rekstri umdæmisskrifstofu
 • Þátttaka í teymum sem varða starfið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Dýralæknismenntun og haldbær reynsla af starfi dýralæknis
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Reynsla af opinberu eftirliti er æskileg
 • Öguð vinnubrögð og geta til að starfa sjálfstætt
 • Skipulags- og samskiptahæfileikar
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta
 • Gott vald á íslensku
 • Ökuréttindi

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir í síma 530 4800 og á netfanginu sigurborg.dadadottir hjá mast.is. Sótt er um starfið í þjónustugátt Matvælastofnunar undir efnislínunni „Héraðsdýralæknir Austurumdæmis“. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2019. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

 • Email

Eftirlitsdýralæknar í Suðurumdæmi

03.10.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir því að ráða eftirlitsdýralækna til starfa í Suðurumdæmi með aðsetur á Selfossi. Um tvær 100% stöður er að ræða og æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsdýralæknir sinnir fyrst og fremst eftirliti skv. gildandi lögum og reglugerðum á sviði matvæla og dýravelferðar, heilbrigðiseftirliti í sláturhúsum, samskiptum við opinberar stofnanir ásamt umsjón með tilteknum málaflokkum á verksviði umdæmisskrifstofunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Dýralæknismenntun 
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á ensku
 • Góð almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um störfin veitir Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir, á netfanginu gunnar.thorkelsson hjá mast.is eða Kristín Hreinsdóttir, mannauðsstjóri á netfanginu kristin.hreinsdottir hjá mast.is eða í síma 530 4800. Sótt er um störfin í þjónustugátt Matvælastofnunar undir „Eftirlitsdýralæknir í Suðurumdæmi“.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og afrit af prófskírteini. Umsóknarfrestur er til og með 21. október nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

 • Email

Dýralæknaþjónusta í dreifðum byggðum - samningar auglýstir

13.08.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun auglýsir eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í dreifðum byggðum landsins í samræmi við reglugerð nr. 846/2011. Reglugerðinni er ætlað að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna af skornum skammti.

Gerður verður þjónustusamningur fyrir hvert þjónustusvæði við viðkomandi dýralækni eða dýralækna. Samningar eru gerður til 5 ára og gilda frá og með 1. nóvember 2019. Samningarnir verða uppsegjanlegir eins og núverandi samningar auk þess sem í þeim verða endurskoðunarákvæði með vísan til breytinga sem kunna að verða gerðar í kjölfar niðurstöðu starfshóps ráðherra um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna. Matvælastofnun tryggir skv. samningnum mánaðarlega greiðslu til að sinna dýralækna- og bráðaþjónustu á víðkomandi þjónustusvæði.

Dýralæknir sem gerir þjónustusamning skal vera með starfsstöð innan hlutaðeigandi þjónustusvæðis til að tryggja eftir föngum að dýraeigendur fái ávallt dýralækna- og bráðaþjónustu innan hæfilegs tíma. Dýralækninum er heimilt að sinna bráða- og dýralæknaþjónustu á öðrum svæðum en tilgreind eru í samningi þessum. Með sama hætti er öðrum dýralæknum heimilt að bjóða fram þjónustu sína á þjónustusvæðinu. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða þekkingu á staðháttum og sjúkdómastöðu á viðkomandi svæði. Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu.

Um eftirfarandi þjónustusvæði er að ræða:

 • Þjónustusvæði 1: Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundafjarðarbær, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær.
 • Þjónustusvæði 2: Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og fyrrum Bæjar¬hreppur.
 • Þjónustusvæði 3: Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur.
 • Þjónustusvæði 4: Húnaþing vestra (nema fyrrum Bæjarhreppur), Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.
 • Þjónustusvæði 5: Þingeyjarsveit (nema Fnjóskadalur), Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur og Norðurþing (vestan Blikalónsdals).
 • Þjónustusvæði 6: Norðurþing (austan Blikalónsdals), Svalbarðshreppur, Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur.
 • Þjónustusvæði 8: Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur.
 • Þjónustusvæði 9: Sveitarfélagið Hornafjörður.
 • Þjónustusvæði 10: Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur.

Nánari upplýsingar um dýralæknaþjónustuna og gerð þjónustusamnings veitir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir (sigurborg.dadadottir hjá mast.is)  í síma 530 4800. Jafnframt er vísað til reglugerðar um dýralæknaþjónustu í dreifðari byggðum landsins

Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merktar “Dýralæknir – þjónustusvæði”. Umsóknarfrestur er til og með 9. september 2019.