• Email
 • Prenta

Lausar stöður

 • Email

Launafulltrúi og almenn skrifstofustörf

12.07.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun leitar að kraftmiklum og fjölhæfum einstaklingi með góða skipulagshæfileika í starf launafulltrúa og skrifstofumanns á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Selfossi. Vinnutími er frá 08:00 til kl 16:00. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni

 • Launavinnsla
 • Aðstoð við yfirmann
 • Ýmis rekstarmál
 • Afleysing móttöku og fleiri starfa
 • Önnur almenn skrifstofustörf og tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla og þekking á launavinnslu
 • Æskilegt að umsækjendur hafi reynslu af launavinnslu í Oracle og Vinnustund
 • Góð almenn tölvukunnátta, sér í lagi góð kunnátta í Excel
 • Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
 • Færni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð
 • Vilji til að setja sig inn í og vinna ólík verkefni
 • Góð íslensku-  og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarki R. Kristjánsson, forstöðumaður (bjarki.kristjansson hjá mast.is) og Kristín Hreinsdóttir, mannauðsstjóri (kristin.hreinsdottir hjá mast.is)  í síma 530-4800.

Sótt er um starfið á þjónustugátt MAST á vef MAST og skal starfsferilskrá og kynningarbréf fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

 • Email

Sérgreinadýralæknir heilbrigðiseftirlits

12.07.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar að ráða metnaðarfullan og jákvæðan einstakling í starf sérgreinadýralæknis heilbrigðiseftirlits sláturdýra. Um fullt starf er að ræða á starfsstöð stofnunarinnar á Selfossi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Samræming eftirlits með heilbrigði og velferð sláturdýra, þ.m.t. flutningi og aflífun 
 • Samræming eftirlits með sláturaðferðum m.t.t. hreinlætis
 • Samræming eftirlits með aukaafurðum dýra, þ.m.t. meðhöndlun og förgunarleiðir
 • Samræming eftirlits með flokkun og förgun áhættuvefja
 • Útgáfa hæfisskýrteina dýravelferðarfulltrúa sláturhúsa og flutningsaðila sláturdýra
 • Úrvinnsla niðurstaðna eftirlits með afurðum sláturdýra og aukaafurðum dýra
 • Samskipti við sláturleyfishafa og stofnanir
 • Eftirlit með að reglum sérmarkaða sé fylgt 
 • Vinna að matvælaöryggi í samvinnu við aðra sérfræðinga stofnunarinnar
 • Fylgjast með löggjöf og þróun á sínu starfssviði, þ.m.t. erlent samstarf
 • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
 • Fræðsla og upplýsingagjöf

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Dýralæknir
 • Framhaldsmenntun á sviði slátrunar eða hollustuhátta æskileg
 • Reynsla við heilbrigðisskoðun og eftirlit í sláturhúsum
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi 
 • Skipulags- og samskiptahæfileikar
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta 
 • Gott vald á íslensku

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir í síma 530 4800 (sigurborg.dadadottir hjá mast.is). Umsókn skal senda í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og setja „Heilbrigðiseftirlit“ í efnislínu. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og afrit af prófskírteinum ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2018. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

Frétt uppfærð 13.07.18 kl. 09:51

 • Email

Dýralæknir á Markaðsstofu Matvælastofnunar

11.07.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýralækni til starfa á Markaðsstofu stofnunarinnar með aðsetur í Hafnarfirði. Um fullt starf er að ræða og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. Á Markaðsstofu starfa tíu manns. Markaðsstofa fer með málefni inn- og útflutnings dýra, dýraafurða, matvæla sem ekki eru af dýrauppruna, efna í snertingu við matvæli og ýmis önnur verkefni. Viðkomandi dýralæknir vinnur í nánu samstarfi við aðra starfsmenn skrifstofunnar en hefur jafnframt umsjón með tilteknum verkefnum samkvæmt starfslýsingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit með inn- og útflutningi dýra, erfðaefnis, dýraafurða, notaðra landbúnaðartækja o.fl.
 • Útgáfa innflutningsheimilda
 • Útgáfa opinberra heilbrigðisvottorða
 • Leiðbeiningar um inn- og útflutningsmál dýraafurða, lifandi dýra o.fl.
 • Framkvæmd áhættumats vegna innflutningsmála
 • Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir sem tengjast inn- og útflutningseftirliti
 • Fylgjast með smitsjúkdómum í dýrum og dýraafurðum í öðrum ríkjum
 • Fylgjast með löggjöf og þróun á sviði inn- og útflutnings hér á landi og í öðrum ríkjum
 • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
 • Önnur verkefni á verksviði markaðsstofu
 • Vinna að heilbrigðismálum varðandi markaðsaðgengi til móttökuríkja

Jafnframt felst í starfinu samskipti við aðrar stjórnsýslustofnanir hérlendis og erlendis, inn- og útflytjendur, farmflytjendur, hafnaryfirvöld, flugvallaryfirvöld o.s.frv. 

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu vera dýralæknar. Gerð er krafa um færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku, ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Nákvæm og fagleg vinnubrögð og geta til að starfa sjálfstætt eru áskilin ásamt góðri framkomu og lipurð í samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af störfum við opinbert eftirlit. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. 

Umsóknarfrestur er til 30. júlí 2018. Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og dýralæknisleyfi skal senda í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og skrá í efnislínu „Dýralæknir Markaðsstofu“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu (thorvaldur.thordarson hjá mast.is) og/eða Kristín Hreinsdóttir, mannauðsstjóri (kristin.hreinsdottir hjá mast.is) í síma 530-4800. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

 • Email

Dýralæknir á Markaðsstofu Matvælastofnunar

11.07.2018 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýralækni til starfa á Markaðsstofu stofnunarinnar með aðsetur í Hafnarfirði. Um fullt starf er að ræða og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. Á Markaðsstofu starfa tíu manns. Markaðsstofa fer með málefni inn- og útflutnings dýra, dýraafurða, matvæla sem ekki eru af dýrauppruna, efna í snertingu við matvæli og ýmis önnur verkefni.  Viðkomandi dýralæknir vinnur í nánu samstarfi við aðra starfsmenn skrifstofunnar en hefur jafnframt umsjón með tilteknum verkefnum samkvæmt starfslýsingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit með inn- og útflutningi dýra, erfðaefnis, dýraafurða, notaðra landbúnaðartækja o.fl.
 • Útgáfa innflutningsheimilda
 • Útgáfa opinberra heilbrigðisvottorða
 • Leiðbeiningar um inn- og útflutningsmál dýraafurða, lifandi dýra o.fl.
 • Framkvæmd áhættumats vegna innflutningsmála
 • Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir sem tengjast inn- og útflutningseftirliti
 • Fylgjast með smitsjúkdómum í dýrum og dýraafurðum í öðrum ríkjum
 • Fylgjast með löggjöf og þróun á sviði inn- og útflutnings hér á landi og í öðrum ríkjum
 • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
 • Önnur verkefni á verksviði markaðsstofu
 • Vinna að heilbrigðismálum varðandi markaðsaðgengi til móttökuríkja

Jafnframt felst í starfinu samskipti við aðrar stjórnsýslustofnanir hérlendis og erlendis, inn- og útflytjendur, farmflytjendur, hafnaryfirvöld, flugvallaryfirvöld o.s.frv.

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu vera dýralæknar. Gerð er krafa um færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku, ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Nákvæm og fagleg vinnubrögð og geta til að starfa sjálfstætt eru áskilin ásamt góðri framkomu og lipurð í samskiptum. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af störfum við opinbert eftirlit. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. 

Umsóknarfrestur er til 30. júlí 2018. Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og dýralæknisleyfi skal senda í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og skrá í efnislínu „Dýralæknir Markaðsstofu“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu (thorvaldur.thordarson hjá mast.is) og/eða Kristín Hreinsdóttir, mannauðsstjóri (kristin.hreinsdottir hjá mast.is) í síma 530-4800. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.