• Email
 • Prenta

Lausar stöður

 • Email

Sérfræðingur á sviði inn- og útflutnings

16.07.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun leitar að kraftmiklum og fjölhæfum einstaklingi með góða skipulags- og samskiptahæfni í tímabundið starf sérfræðings á sviði inn- og útflutnings á Markaðsstofu í Hafnarfirði frá 1. september nk. til eins árs. Vinnutími er frá 08:00 til kl 16:00.

Helstu verkefni:

 • Samhæfing landamæraeftirlits innanlands og við önnur ríki innan EES.
 • Eftirlit með matvælum við inn- og útflutning þ.m.t á landamærastöðvum.
 • Samhæfing landamæraeftirlits innanlands og við önnur ríki innan EES.
 • Samskipti við inn- og útflytjendur, tollayfirvöld, flutningsaðila, löndunarþjónustur o.fl.
 • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð.
 • Vöktun breytinga á löggjöf innan- og utanlands.
 • Gæðamál  tengd markaðsstofu og Matvælastofnun
 • Útgáfa heilbrigðisvottorða.
 • Ýmis önnur verkefni sem til falla í tengslum við skrifstofu inn- og útflutnings

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun eða önnur framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla á sviði eftirlits með matvælum innan EES samningsins æskileg.
 • Þekking á lögum og reglum EES er kostur.
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Skipulags- og samskiptahæfileikar.
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri í síma 530-4800 eða.á netfanginu thorvaldur.thordarson@mast.is.

Áhugasamir skila umsókn, ásamt starfsferilskrá og kynningarbréf á netfangið starf@mast.is merkt „Sérfræðingur - inn- og útflutningur“. Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.

 • Email

Eftirlitsdýralæknar á Akureyri

18.06.2019 Fréttir - Lausar stöður

Tvær stöður eftirlitsdýralækna við umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar á Akureyri eru lausar til umsóknar. Aðsetur annars staðar innan umdæmisins en á Akureyri er samkomulagsatriði. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fljótlega.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsdýralæknar sinna fyrst og fremst eftirliti samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um dýr og matvæli. 

Helstu verkefni eru:

 • Heilbrigðiseftirlit í sláturhúsum
 • Eftirlitsstörf á sviði matvæla, dýraheilbrigðis og dýravelferðar

Jafnframt felst í starfinu sýnatökur og samskipti við opinberar stofnanir. 

Hæfnikröfur

 • Dýralæknismenntun og starfsleyfi sem dýralæknir
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á ensku
 • Góð almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið

Sótt er um starfið í þjónustugátt Matvælastofnunar og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir héraðsdýralæknir (sigurbjorg.bergsdottir hjá mast.is) í síma 530 4800.

Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

 • Email

Eftirlitsmaður með velferð og aðbúnaði dýra

12.06.2019 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir að ráða dýraeftirlitsmann í 100% starf. Dýraeftirlitsmaður starfar m.a. í teymi. Starfsstöð er á umdæmisskrifstofu héraðsdýralæknis Suðvesturumdæmis í Hafnarfirði. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi seinna en 1. ágúst 2019.

Helstu hlutverk teymisins

 • Eftirlit með gæludýrum 
 • Eftirlit með búfjárhaldi
 • Móttaka og úrvinnsla ábendinga um illa meðferð dýra

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í búvísindum, dýralækningum eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af búfjárhaldi og umgengni við búfé af öllum tegundum æskileg
 • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
 • Reynsla af opinberu eftirliti æskileg
 • Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku

Nánari upplýsingar um starfið veitir Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir (konrad.konradsson hjá mast.is) eða í síma 530 4800. 

Sótt er um starfið á þjónustugátt MAST á vef stofnunarinnar og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn. Umsókn skal merkja „Eftirlit með velferð dýra“. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2019

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og stéttarfélags viðkomandi.  

Frétt uppfærð 12.06.19 kl. 11:59