• Email
  • Prenta

Skelfiskur

Matvælastofnun birtir hér eftirlitsniðurstöður á ræktunarsvæðum kræklings (bláskelja) fyrir þörungaeitur og eiturþörunga jafnóðum og þær koma í hús. Þessar niðurstöður segja til um hvort skel á tilteknu svæði sé neysluhæf og svæðið opið til nýtingar. Á sumum svæðum er eingöngu fylgst með eiturþörungum í sjó og í þeim tilfellum er eingöngu gefin út viðvörun vegna hugsanlegrar eitrunar í skelfiski séu eiturþörungar yfir viðmiðunarmörkum. Niðurstöður greininga á eiturþörungum má einnig finna á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

Alla jafna ætti fólk ekki að tína villta skel til neyslu að sumarlagi vegna hættu á þörungaeitrun, nema að staðfest sé að ekki séu eiturþörungar á svæðinu og/eða að eiturgreiningar sýni ótvírætt að skelin sé neysluhæf. Hægt er að nýta sér niðurstöður þörungaeitursmælinga og talninga á eiturþörungum til að meta hvort óhætt sé að tína skel sér til matar, sjá tengil hér að neðan "Eftirlit á vöktunarsvæðum"

Á sumrin (júní til september) gilda niðurstöðurnar í 10 daga og að vetrarlagi í 4 vikur.

Nánari upplýsingar gefa Guðmundur Valur Stefánsson og Dóra S. Gunnarsdóttir hjá Matvælastofnun. 

Opnun / lokun ræktunar- og veiðisvæða 2019
Síðast uppfært: 12.08.2019 

Svæði til kræklingatínslu:.
 Svæði                                          Flokkun      Tegund               Staða svæðis / athugasemdir  
 Hvalfjörður A  Kræklingur  Lokað

Ræktunarsvæði: 
 Svæði Flokkun  Tegund  Staða svæðis / athugasemdir 
 Breiðafjörður (Kiðey) A  Kræklingur      Opið til 16.8.2019
 Breiðafjörður (Króksfjörður) A  Kræklingur   Opið til 16.8.2019 
 Faxaflói (Stakksfjörður) A  Kræklingur  Lokað
 Steingrímsfjörður (Hella) A  Kræklingur  Lokað frá 30.06.2019
Saltvík (Húsavík)
A Ostrur Lokað


Veiðisvæði:
Svæði Flokkun  Tegund  Staða svæðis / athugasemdir 
 


 
   
 
   
 

Ítarefni

 

Eftirlitsniðurstöður 03 2019 B.pdf