Eftirlitsdýralæknar á Akureyri

Aðalskrifstofa Matvælastofnunar
18.06.2019 Fréttir - Lausar stöður

Tvær stöður eftirlitsdýralækna við umdæmisskrifstofu Matvælastofnunar á Akureyri eru lausar til umsóknar. Aðsetur annars staðar innan umdæmisins en á Akureyri er samkomulagsatriði. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fljótlega.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsdýralæknar sinna fyrst og fremst eftirliti samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um dýr og matvæli. 

Helstu verkefni eru:

  • Heilbrigðiseftirlit í sláturhúsum
  • Eftirlitsstörf á sviði matvæla, dýraheilbrigðis og dýravelferðar

Jafnframt felst í starfinu sýnatökur og samskipti við opinberar stofnanir. 

Hæfnikröfur

  • Dýralæknismenntun og starfsleyfi sem dýralæknir
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku
  • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið

Sótt er um starfið í þjónustugátt Matvælastofnunar og skal starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf fylgja umsókn. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir héraðsdýralæknir (sigurbjorg.bergsdottir hjá mast.is) í síma 530 4800.

Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

Til baka