Orðsending til knapa

Grár hestur
31.01.2018 Fréttir - Dýraheilbrigði

Nú þegar keppnistímabilið er að hefjast í hestaíþróttum eru knapar minntir á að samkvæmt reglugerð um velferð hrossa (910/2014) er notkun á mélum með tunguboga og vogarafli bönnuð í hvers kyns sýningum og keppni.

Skilgreining á mélum með tunguboga og vogarafli: Öll mél með stöngum og/eða keðju þar sem munnstykkið er þannig gert að hæðarmunur frá neðri kanti á endastykki upp í neðri kant á efsta hluta (miðhluta) er meiri en 0,5 sm.


Ítarefni

Til baka