Ilmolíur - hætta fyrir gæludýrin?

Hundur og köttur
11.01.2018 Fréttir - Dýraheilbrigði
Ilmolíur á heimilum geta verið skaðlegar gæludýrum, einkum köttum. Mikilvægt er að gæludýraeigendur takmarki notkun á skaðlegum ilmolíum og aðgang gæludýra að þeim.

Vinsælt er að nota alls kyns ilmolíur á heimilum. Þar finnast þær ýmist í opnum flöskum, rakatækjum, ilmkertum eða er úðað út í andrúmsloftið. 

Matvælastofnun varar gæludýraeigendur við mikilli notkun á svæðum þar sem gæludýr eru haldin og ráðleggur þeim að skoða vel hvort þær tegundir af olíum sem er verið að nota gætu verið skaðlegar fyrir gæludýrin. 

Kettir geta verið sérstaklega viðkvæmir fyrir sumum af þessum olíum vegna skorts á hvötum til að brjóta niður efnin í lifur. 

Hér að neðan má nálgast sérstakar ráðleggingar til kattaeiganda um skaðlegar olíur og upplýsingar um hvaða heimilisvörur geta reynst gæludýrum hættulegar. 

Ítarefni

Frétt uppfærð 11.01.18 kl. 16:58

Til baka