Héraðsdýralæknir Austurumdæmis

Aðalskrifstofa Matvælastofnunar
27.07.2017 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf héraðsdýralæknis í Austurumdæmi með aðsetri á Egilsstöðum. Um fullt starf er að ræða.

 
 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulag og ábyrgð á eftirliti með heilbrigði og velferð dýra
  • Skipulag og ábyrgð á eftirliti með frumframleiðslu matvæla, slátrun og vinnslu dýraafurða • Framkvæmd opinbers eftirlits
  • Sóttvarnir og varnir gegn smitsjúkdómum dýra
  • Skýrslugerðir
  • Skipulag vaktþjónustu í umdæminu
  • Ábyrgð á rekstri umdæmisskrifstofu

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa dýralæknismenntun. Gerð er krafa um færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Öguð vinnubrögð, góðir skipulagshæfileikar og geta til að starfa sjálfstætt eru áskilin. Góð framkoma og lipurð í samskiptum er mikilvæg.

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veita Jón Gíslason, forstjóri (jon.gislason hjá mast.is) og Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir (sigurborg.dadadottir hjá mast.is)  í síma 530 4800. Umsókn sendist í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merkt „Héraðsdýralæknir Austurumdæmis“. Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

Til baka