Eftirlitsdýralæknir í Suðvesturumdæmi

Húsakynni MAST
03.07.2017 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun óskar eftir því að ráða eftirlitsdýralækni til starfa í Suðvesturumdæmi með aðsetur í Reykjavík. Um fullt eftirlitsstarf er að ræða í svína- og alifuglasláturhúsunum í umdæminu og þarf umsækjandi að geta hafið störf 15. september nk. Í Suðvesturumdæmi starfa 6 eftirlitsdýralæknar, dýraeftirlitsmaður og héraðsdýralæknir. Eftirlitsdýralæknir vinnur í teymi og í nánu samstarfi við aðra eftirlitsdýralækna og héraðsdýralækni í eftirlitsstörfum sínum í sláturhúsunum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsdýralæknir sinnir fyrst og fremst eftirliti samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um matvæli og dýr.

Helstu verkefni eru eftirlit með:

  • slátrun svína
  • slátrun alifugla
  • velferð svína og alifugla við slátrun
  • hollustuháttum í sláturhúsum

Jafnframt felast í starfinu sýnatökur og samskipti við opinberar stofnanir. Önnur störf geta einnig komið til greina í einstaka tilfellum utan sláturhúsanna. Gert er ráð fyrir að 3 eftirlitsdýralæknar sinni eftirlitsstörfum í sláturhúsunum og standi þrískiptar vaktir í þeim.

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu vera dýralæknar. Nákvæm og fagleg vinnubrögð og geta til að starfa sjálfstætt eru áskilin ásamt góðri framkomu og lipurð í samskiptum. Gerð er krafa um góða almenna tölvukunnáttu. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af störfum við opinbert eftirlit. Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur. Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku eða ensku skal vera til staðar.

Umsóknarfrestur er til 24. júlí 2017. Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og dýralæknisleyfi skal senda í tölvupósti á netfangið starf@mast.is og skrá í efnislínu „Dýralæknir Suðvesturumdæmi“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir (konrad.konradsson hjá mast.is) í síma 530 - 4800. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.

Til baka