Aðstoðarmaður yfirdýralæknis

Aðalskrifstofa Matvælastofnunar
03.07.2017 Fréttir - Lausar stöður

Matvælastofnun leitar að kraftmiklum einstaklingi með góða skipulagshæfileika í starf aðstoðarmanns yfirdýralæknis. Hlutverk aðstoðarmanns er að annast störf hjá yfirdýralækni og skrifstofu hans sem ekki þarfnast faglegar þekkingar á málefninu.
 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Póstsamskipti og símsvörun
 • Fundarboð, ritun og birting fundargerða
 • Prófarkalestur skýrslna, fræðsluefnis og fréttatilkynninga
 • Umsjón skráninga af ýmsu tagi
 • Færsla og vistun skjala

Hæfnikröfur

 • Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti
 • Gott vald á ensku í ræðu og riti
 • Góð tölvukunnátta, s.s. Outlook og Word 
 • Drifkraftur og skipulagshæfileikar
 • Vandvirkni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Færni í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir (sigurborg.dadadottir hjá mast.is) og Kristín Hreinsdóttir, mannauðsstjóri (kristin.hreinsdottir hjá mast.is) í síma 530 4800. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn sendist í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merkt „Aðstoðarmaður yfirdýralæknis“. Umsóknarfrestur er til og með 07.08.2017. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Til baka