Leyfi til búfjársæðinga

Grár hestur
22.02.2017 Fréttir - Dýraheilbrigði

Athygli er vakin á nýlegri reglugerð um búfjársæðingar og flutning fósturvísa þar sem fram kemur að allar sæðingastöðvar skuli hafa leyfi Matvælastofnunar fyrir starfseminni og lúta reglubundnu eftirliti. Í reglugerðinni er kveðið á um smitvarnir, heilbrigðiseftirlit kynbótagripa og innra eftirlit sæðingastöðva. Þeir sem reka sæðingastöðvar eða hafa í hyggju að hefja slíka starfsemi skulu sækja um leyfi til Matvælastofnunar fyrir 15. apríl nk.

Ítarefni

Til baka