Nýr héraðsdýralæknir Austurumdæmis

10.11.2015
Fréttir -
Dýraheilbrigði
Hjörtur Magnason hefur verið ráðinn héraðsdýralæknir Matvælastofnunar í Austurumdæmi. Hjörtur hefur áratugareynslu af opinberu eftirliti og dýralæknastörfum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hjörtur hóf störf 1. nóvember sl. en hann hefur áður gegnt starfi héraðsdýralæknis á Austurlandi og einnig sinnt þar störfum sem sjálfstætt starfandi dýralæknir.
Til baka