Aðskotahlutur í pylsu

31.08.2015
Fréttir -
Innkallanir
Matvælastofnun hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá gæðastjóra Síld og fisk ehf að innkallað hafi þurft tvær framleiðslulotur með þremur pökkunardagsetningum vegna aðskotahlutar sem fannst í einni pylsunni.
- Vöruheiti: Bónus vínarpylsur
- Framleiðandi: Síld og fiskur ehf, Dalshraun 9b, 220 Hafnarfirði
- Pökkunardagar: 19.8.2015 ,20.8.2015 og 21.8.2015
Ekki er um að ræða aðrar dagssetningar.
Neytendur sem eiga vöruna er bent á að skila þeim til fyrirtækisins eða í næstu Bónusverslun.