Innflutningur fiskafurða frá Grænlandi

Þorskflök
15.05.2014 Fréttir - Matvælaöryggi

Þann 3. apríl 2014 voru samþykktar tvær landamærastöðvar á Grænlandi skv. breytingum Evrópusambandsins á skrám yfir landamærastöðvar í TRACES, sem er samevrópskt kerfi fyrir útgáfu á innflutningsskjölum fyrir dýraafurðir (CVEDP). Þessar tvær nýju landamærastöðvar, sem staðsettar eru í Nuuk og Sisimiut, hafa leyfi til innflutnings á fiskafurðum frá löndum utan EES/ESB. 

Þessar breytingar hafa í för með sér að fiskafurðir frá Grænlandi sem framleiddar eru í viðurkenndri starfsstöð skv. skrá Evrópusambandsins verða í frjálsu flæði á Evrópska efnahagssvæðinu. Innflutningseftirlit með fiskafurðum frá Grænlandi, sem hefur hingað til einkum verið eftirlit með beinni löndun, fellur því niður. Nú þurfa innflytjendur fiskafurða frá Grænlandi eingöngu að kynna sér reglur um innflutning fiskafurða frá ríkjum innan EES og fylla út einfalda tilkynningu til að fá MST-númer frá Matvælastofnun til útfyllingar á aðflutningsskýrslu.

Til baka