Ráðning sérfræðinga vegna velferðar dýra

30.10.2013
Fréttir -
Dýraheilbrigði
Matvælastofnun auglýsti í sumar stöður sérfræðinga vegna eftirlits með velferð og aðbúnaði dýra en með nýjum lögum um velferð dýra og búfjárhald sem taka gildi um næstu áramót flytjast m.a. verkefni frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar.
Alls bárust 60 umsóknir og hefur Matvælastofnun ráðið eftirfarandi starfsmenn sem hefja munu störf í byrjun næsta árs en allir hafa þeir menntun á sviði búvísinda.
- Reykjavík: Antonía Hermannsdóttir
- Borgarnes: Guðlaugur Antonsson
- Sauðárkrókur: Einar Kári Magnússon
- Akureyri: Sigtryggur V. Herbertsson
- Egilsstaðir: Ásdís Helga Bjarnadóttir
- Selfoss: Óðinn Örn Jóhannsson
Ítarefni
- Mikill áhugi á velferð dýra - frétt Matvælastofnunar frá 03.09.13
- Ný lög um dýravelferð - frétt Matvælastofnunar frá 11.04.13