Samráðsþing MAST 2013

Húsakynni MAST
29.04.2013 Fréttir - Dýraheilbrigði / Matvælaöryggi

Matvælastofnun boðar til Samráðsþings þriðjudaginn 30. apríl 2013 kl. 13:00 - 15:30 á Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðum). Tilgangur samráðsþingsins er að styrkja samskipti Matvælastofnunar við eftirlitsþega og aðra viðskiptavini.

Þemað að þessu sinni verður gegnsæi í stjórnsýslu og miðlun upplýsinga og munu sjónarmið stofnunarinnar og ýmissa hagsmunahópa koma fram. Að loknum framsöguerindum hefjast pallborðsumræður þar sem fundargestum verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig með nafni, nafni fyrirtækis/samtaka og netfangi á mast@mast.is.

Dagskrá þingsins má nálgast hér að neðan.

Ítarefni

Til baka