Maís rannsókn gölluð

28.11.2012
Fréttir -
Matvælaöryggi
Alvarlegir gallar á framkvæmd rannsóknar Séralini et al. á heilsufarsáhrifum erfðabreytts maís gera það að verkum að niðurstöðurnar uppfylla ekki vísindaleg gæðaviðmið. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) telur því ekki ástæðu til að endurskoða áhættumat á erfðabreyttum maís NK603. Þetta er niðurstaða sjálfstæðra og aðskildra sérfræðihópa á vegum EFSA og sex aðildaríkja Evrópusambandsins í kjölfar birtingu rannsóknarinnar í vísindaritinu Food and Chemical Toxicology hinn 19. september 2012. EFSA birti fréttatilkynningu um niðurstöður sínar fyrr í dag.
Í ljósi þessara niðurstaðna telur Matvælastofnun ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu að svo stöddu.
Ítarefni
- Frétt matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA)
- EFSA gagnrýnir rannsókn á erfðabreyttum maís
- Ný rannsókn á öryggi erfðabreytts maís