Örverumengun í tófú

28.03.2012 Fréttir - Fréttir

Matvælastofnun varar við neyslu á vörunni Six fortune tófú með chilli vegna örverumengunar af völdum bakteríunnar, Bacillus cereus. Varan hefur verið innkölluð og er ekki lengur í dreifingu.

Vörumerki: Six fortune.
Vöruheiti: Tofu met chilli ingelegt.
Nettóþyngd: 300g og 370 g.
Best fyrir: Allar best fyrir dagsetningar.
Umbúðir: Glerkrukkur.
Dreifing: Verslun heildverslunarinnar Eir, Bíldshöfða 16, Mai Thai, Laugavegi 116 og Oriental Super Market, Faxafeni 14.

Upprunaland: Tævan.
Innflutt til Evrópu af: Heuschen & Schrouff Oriental Foods Trading B.V., Hollandi.
Viðskiptavinir, sem keypt hafa vöruna, eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga.

ÍtarefniTil baka