Endurskipurlagning inn- og útflutningsskrifstofu

25.11.2011 Fréttir - Fréttir
  Inn- og útflutningsskrifstofa Matvælastofnunar og héraðsdýralæknir Suðvesturumdæmis hjá Matvælastofnun flytja sig um set í dag þegar nýtt og stærra skrifstofurými verður tekið í notkun. Nýja aðstaðan er á 3. hæð í sama húsnæði að Stórhöfða 23, 110 Reykjavík. Með breytingunum verður gengið inn í skrifstofuna frá framhlið hússins í stað bakhliðar. Fyrirlestrarsalur skrifstofunnar verður á sama stað og verður fyrirkomulag fræðslufunda með sama hætti og áður. Breytingarnar hafa það að markmiði að bæta þjónustu við viðskiptavini og starfsafstöðu starfsfólks.

Opið verður fyrir þjónustu á skrifstofunni í dag en búast má við takmörkuðu aðgengi að starfsfólki vegna flutninganna.

Til baka