Kampýlóbaktersmit í íslenskum kjúklingum í lágmarki

17.08.2011 Fréttir - Fréttir

 


 

Í júlí 2011 var tíðni kampýlóbaktersmits í kjúklingum í sögulegu lágmarki. Reynslan sýnir að á sumrin er smithættan mest fyrir kjúklingahópana. Með auknum  smitvörnum á alifuglabúum, þ.m.t. flugnanet á loftinntökum fuglahúsa sem koma í veg fyrir að kampýlóbaktersmitaðar flugur komist inn í húsin tekst alifuglaframleiðendum að halda smithættu í lágmarki.

Eftir nokkuð háan topp í maí á þessu ári  datt tíðnin snöggt niður aftur. Nú í júlí 2011 var tíðni kampýlóbakters í heilum kjúklingum á markaði einungis  þrjú prósent og hefur hún ekki verið lægri  síðan skráningar á slíkri tíðni hófust árið 2007.ÍtarefniTil baka