Fylgst með ástandi búfjár, túna og vatns

27.05.2011 Fréttir - Fréttir
Héraðsdýralæknir fylgist með ástandi búfjár, sem er almennt mjög gott. Tveir ráðunautar frá Búnaðarsambandi Suðurlands fara milli bæja í dag og í næstu viku til að aðstoða bændur við að meta ástand túna og hvernig þau sé best að nýta. Jafnframt leiðbeina þeir bændum um heyverkun og byggja leiðbeiningarnar á reynslu bænda undir Eyjafjöllum í fyrra. Þeir munu fara á alla bæi frá Landbroti og austur um og til annarra sem þess óska. Starfsmenn Landgræðslu ríkisins munu í næstu viku meta ástand afréttar, ásamt fulltrúum frá gróðurverndarnefnd V-Skaftafellssýslu og fjallskilanefnda. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fylgist með neysluvatni og er fólki bent á að hafa samband ef það vill fá mælingar á vatninu. Sýrustig reyndist almennt lægra en í sýnum sem áður hafa verið tekin á þessum slóðum en er þó innan eðlilegra marka. 

ÍtarefniTil baka