Salmonella greinist í kjúklingi
23.11.2010
Fréttir -
Innkallanir
![]() |
Grunur er um salmonellusmit í einum kjúklingahópi frá Reykjagarði sem framleiðir Holtakjúkling. Salmonella hafði ekki greinst í þeim sláturhópi fyrir slátrun við reglubundið eftirlit stofnunarinnar. Sýnin hafa verið send til sýkladeild Landspítalans til staðfestingar og munu niðurstöður liggja fyrir í lok vikunnar.
Reykjagarður hefur innkallað afurðir með rekjanleikanúmerið 002-10-41-3-05 í varúðarskyni. Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila vörum þar sem þær voru keyptar eða til Reykjagarðs hf, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík. |
Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum um eldun á umbúðum er fylgt, er ekki talin hætta á að fólki geti smitast af salmonellu ef kjarnhiti nær 72°C.
Ítarefni
Til baka