Salmonellusmit í kjúklingi

23.07.2010 Fréttir - Fréttir
Grunur er um salmonellusmit í kjúklingi frá Matfugli. Um er að ræða sláturhúsahóp með rekjanleikanúmer 011-10-24-4-31 og um það bil 13700 kjúklinga, sem slátrað var 20. júlí. Matfugl hefur nú þegar kallað inn viðkomandi hóp og sent tilkynningu á fjölmiðla. Sýni úr smitaða hópnum hefur verið sent til týpugreiningar á Sýkladeild Landspítalans og ef sú niðurstaða verður jákvæð þá telst smitið staðfest.

Matfugl  hefur einnig kallað inn hóp nr. 011-10-24-5-31 þar sem hann er úr sama húsi, en ekki úr sama hólfi. Þar er um að ræða um það bil 5800 fugla en ekki liggur ennþá niðurstaða um ræktun salmonellu úr þeim hóp.

Til baka