Norræn matvælaeftirlitsráðstefna

18.02.2010 Fréttir - Fréttir

 

 

  
Dagana 25. - 26. febrúar 2010 verður haldin hér á landi áttunda norræna matvælaeftirlitsráðstefnan. Matvæla-stofnun (MAST) í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna annast framkvæmd ráðstefnunnar með aðstoð fulltrúa frá systurstofnunum hinna Norður-landanna.

Þema ráðstefnunnar er: „Svindl með matvæli og ráðgjöf til fyrirtækja“.

Markhópur ráðstefnunnar eru starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem sinna matvælaeftirliti. Starfsmönnum einkarekinna skoðunarstofa, neytendasamtaka og fyrirtækjasamtaka er einnig boðið að sækja ráðstefnuna. Ráðstefnuna sækja einnig fulltrúar frá Grænlandi og Færeyjum.

ÍtarefniTil baka