Staðfest sýking í svínum af völdum inflúensuveiru a (h1n1)

27.10.2009 Fréttir - Fréttir

  
Tilraunastöð HÍ að Keldum hefur nú staðfest að sýking í svínum á svínabúinu á Minni-Vatnsleysu er af völdum inflúensuveirunnar A (H1N1). Um leið og grunur vaknaði í gær voru settar takmarkanir á flutning lífdýra frá búinu og allar smitvarnir hertar. Aðrir svínabændur eru beðnir að vera vel vakandi fyrir einkennum svínaflensu á sínum búum og hafa samband við héraðsdýralækni ef grunur vaknar. Svínaflensa berst ekki með matvælum og fólki stafar því engin hætta af neyslu svínakjöts.


ÍtarefniTil baka