Matvælastofnun lokar Eyjafirði til skelfisksuppskeru
Þörungaeitursgreining sem framkvæmd var þann 9.6 sýndi magn PSP rétt undir viðmiðunarmörkum eða 72µg/kg en mörkin eru 80µg/kg. Á sama tíma greindust þörungar af tegundinni Alexandrium en þeir valda PSP eitrun. Skv. talningu var fjöldinn 620 frumur/lítra en hættumörk eru 500 frumur/lítra. Sýni var tekið 14.6 og var þá fjöldi Alexandrium tegunda kominn í 1000 frumur/lítra.
Áhrif PSP-eitrunar ("Paralytic Shellfish Poisoning") á spendýr eru í því fólgin að eitrið truflar natríumbúskap taugafruma, sem leiðir af sér truflun á taugaboðum og getur valdið lömun, öndunarerfiðleikum og jafnvel dauða. Þessi gerð þörungaeitrunar hverfur úr skelfiskinum á skömmum tíma eftir að þörungar hafa horfið af hafsvæðinu.
Fylgst verður á næstunni með þróun mála. Varað er við neyslu á skelfisk þar til sýnt hefur verið fram á að PSP eitur sé undir viðmiðunarmörkum í kræklingi.
Ítarefni