Listi yfir þá sem fengið hafa leyfi til sölu á líflömbum og kiðum
![]() |
Samkvæmt reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða skulu þeir sem hyggjast selja líflömb sækja um það til Matvælastofnunar. Stofnunin hefur nú farið yfir þessar umsóknir og veitt þeim umsækjendum sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar leyfi til að selja líflömb og/eða kið. |
Listi yfir þá sem fengið hafa leyfi
til sölu á líflömbum og kiðum
Þeir
sem hyggjast kaupa líflömb skulu sækja um það til Matvælastofnunar fyrir
15. ágúst á sérstökum eyðublöðum, sem eru
að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Matvælastofnun veitir leyfi fyrir 30.
ágúst eða hafnar umsókninni ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði
reglugerðarinnar.
Þeir sem
hyggjast sækja um eru hvattir til að kynna sér reglugerð nr. 550/2008
um flutning líflamba milli landsvæða.
Sjá nánar um
varnarhólf hér.
Nánari
upplýsingar veita: Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir; Auður Lilja
Arnþórsdóttir, sóttvarnadýralæknir; Dagbjört Rúnarsdóttir, ritari; Viktor
Pálsson, lögfræðingur; í síma 530 4800.