Matvælastofnun opnar nýja inn- og útflutningsskrifstofu í Reykjavík

31.03.2008 Fréttir - Fréttir
Ný umdæmisskrifstofa Matvælastofnunar var opnuð 1. apríl að Stórhöfða 23 í Reykjavík. Þar verður til húsa ný skrifstofa inn- og útflutningsmála auk héraðsdýralæknis Gullbringu- og Kjósarumdæmis og starfsfólki hans. Samhliða þessari breytingu þá færist starfsfólk matvælasviðs Fiskistofu og Umhverfisstofnunar í höfuðstöðvar stofnunarinnar að Austurvegi 64 á Selfossi sem og á nýju umdæmisskrifstofuna að Stórhöfða.

Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir og Þorvaldur H. Þórðarson framkvæmdastjóri Inn- og útflutningsskrifstofunnar

Til baka