Sjúkdómaskimun í alifuglum árið 2007

06.03.2008 Fréttir - Fréttir

Á árinu 2007 voru tekin 207 blóðsýni úr alifuglum á 20 býlum víðsvegar um landið. Leitað var að mótefnum við eftirtöldum sjúkdómum:


  • Fuglaflensu (Avina Influensa)
  • Smitandi Newcastleveiki (Newcastle Disease)
  • Smitandi kverka- og barkabólgu (Infectious Laryngotracheitis)
  • Nef- og barkabólgu (Avian Rhinotracheitis)
  • Fuglakregðu (Mycoplsama gallisepticum)


Engin mótefni mældust við fuglaflensu, nef- og barkabólgu og fuglakregðu. Eitt sýni mældist með mótefni við Newcastleveiki sem reyndist svo neikvætt við endurtekna blóðtöku. Sjö sýni frá fjórum býlum mældust með mótefni við smitandi kverka- og barkabólgu sem síðar reyndust svo neikvæð við nánari rannsókn. Þetta eru svipaðar niðurstöður og undanfarin ár og gefa til kynna góða smitsjúkdómastöðu í alifuglum á Íslandi.


Til baka