Nýtt riðutilfelli í Hrunamannahreppi

15.11.2007 Fréttir - Fréttir
Greinst hefur riða á bænum Skollagróf í Hrunamannahreppi. Um er að ræða afbrigðið Nor98 en það hefur aðeins greinst einu sinni áður hér á landi. Hjörðinni verður fargað. Faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað og á grundvelli þeirra verður tekin ákvörðun um hvort ástæða sé til víðtækari aðgerða. 

Nánari upplýsingar veitir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir í síma 5304800. Til baka