Skýrsla um lax og silungsveiði fyrir árið 2006

20.05.2007 Fréttir - Fréttir

Úrvinnslu veiðiskýrslna fyrir laxveiðina 2006 er nú lokið og er þar gerð grein fyrir samantekt þeirra á sambærilegan hátt og gert hefur verið frá árinu 1987. Veiðimálstofnun hefur umsjón með skráningu og samantekt veiðiskýrslna samkvæmt samningi við Landbúnaðarstofnun. Eins og venja er til sendi Veiðimálastofnun út veiðibækur fyrir veiðitímann og var þeim síðan safnað saman að honum loknum. Í flestum tilfellum bárust bækurnar fljótt en þó voru nokkrar undantekningar sem seinkuðu útgáfu heildarsamantektar og í einstaka tilfellum vantar skráningu. 

Til baka