Fyrstu niðurstöður úr villtum fuglum vegna fuglaflensu

17.01.2006 Fréttir - Fréttir
Borist hafa niðurstöður úr fyrstu 19 sýnunum sem tekin voru úr villtum fuglum hér innanlands. Sýnin voru send til mótefnamælingar hjá Central Veterinary Laboratory í Weybrigde, Bretlandi. Öll sýnin reyndust vera neikvæð m.t.t. mótefna gegn fulgaflensu H5 og H7.  

Sýnin voru tekin úr 14 grágæsum, 4 álftum og einni stokkönd. Öll sýnin voru tekin úr lífanda fuglum, að undanskildum 3 sem voru úr sjálfdauðum fuglum (2 grágæsum og einni stokkönd). Sýnin úr lífandi fuglum voru tekin við Tjörnina í Reykjavík í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands.

Birt á vef Yfirdýralæknis þann 17. janúar 2006 


Til baka