• Email

Ómerktar möndlur í granola morgunkorni

18.10.2018 Fréttir - Innkallanir

Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi fyrir möndlum við neyslu á granola morgunkorni (Axa Granola Blueberry & Cardamom). Ástæða viðvörunar er að rangur merkimiði er á vörunni og því kemur ekki fram að hún inniheldur ofnæmis- og óþolsvald (möndlur) sem skylt er að merkja. Neysla vörunnar getur verið lífshættuleg fólki með möndluofnæmi. 

Morgunkornið er merkt sem granola morgunkorn með bláberjum og kardimommum (Axa Granola Blueberry & Cardamom) en er í raun granola morgunkorn með kakó og möndlum (Axa Granola Cacao & Almond). Nánari upplýsingar um dreifingu og innköllun verða birtar um leið og þær liggja fyrir. 

Nánar um vöruna:

  • Vöruheiti:  Axa Granola Blueberry & Cardamom
  • Framleiðandi: Lantmännen Cerealia
  • Strikamerki: EAN 73100130009181
  • Nettóþyngd: 475g 
  • Lotunúmer:  1358840
  • Best fyrir (BF): 02.06.2019 
  • Innflytjendur: UPPFÆRT: Upprunalegur innflytjendalisti átti ekki við rök að styðjast skv. upplýsingum frá fyrirtækjunum. Verið er að skoða hvort varan hafi í raun verið flutt til landsins. 

Ítarefni

Frétt uppfærð 19.10.18 kl. 13:21
Frétt uppfærð 18.10.18 kl. 14:18