• Email
 • Prenta

Fagráð um velferð dýra

Hlutverk

Fagráð um velferð dýra starfar skv. 4. og 5. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra, sem eru svohljóðandi:

Ráðherra fer með yfirstjórn mála er varða velferð dýra en framkvæmd stjórnsýslunnar er að öðru leyti í höndum Matvælastofnunar sem hefur eftirlit með því að ákvæðum laga þessara sé framfylgt. Matvælastofnun er skylt að leita álits fagráðs um velferð dýra um stefnumótandi ákvarðanir og umsóknir um leyfi til dýratilrauna.

Starfa skal sérstakt fagráð um velferð dýra. Í ráðinu skulu sitja fimm menn og jafnmargir til vara. Ráðherra staðfestir skipan ráðsins og er skipunartími þess þrjú ár. Í ráðinu skal vera fagfólk á sem flestum eftirtalinna fagsviða: dýralækninga, dýrafræði, dýraatferlisfræði, dýravelferðar, dýratilrauna, búfjárfræða og siðfræði. Yfirdýralæknir er formaður fagráðsins en aðrir fulltrúar skulu skipaðir af Bændasamtökum Íslands, Dýralæknafélagi Íslands, Dýraverndarsambandi Íslands og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Fagráðinu ber að kalla eftir sérfræðiáliti þegar fjallað er um fræðileg álitamál og ráðið skortir sérþekkingu á viðkomandi sviði. Hlutverk fagráðsins er eftirfarandi: a. að vera Matvælastofnun til ráðuneytis um stefnumótun og einstök álitaefni er varða málefni á sviði velferðar dýra, b. að veita Matvælastofnun umsögn um umsóknir vegna dýratilrauna, c. að fylgjast með þróun dýravelferðarmála og upplýsa Matvælastofnun um mikilvæg málefni á sviði velferðar dýra, d. að taka til umfjöllunar mál á sviði velferðar dýra að beiðni einstakra fagráðsmanna. Fagráðið skal hafa aðsetur hjá Matvælastofnun sem leggur því til vinnuaðstöðu og starfsmann með sérfræðiþekkingu á starfssviði ráðsins. Fagráðið skal halda gerðabók um störf sín og gefa út ársskýrslu fyrir 1. mars ár hvert. Um málsmeðferð hjá fagráðinu skal farið að ákvæðum stjórnsýslulaga.

Skipan

Ráðherra staðfestir skipan fagráðs um velferð dýra til þriggja ára í senn og er ráðið nú svo skipað til 18.06.2020:

 • Sigurborg daðadóttir, yfirdýralæknir, formaður, skipuð án tilnefningar
 • Erna Bjarnadóttir, búfjárkandídat og hagfræðingur, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands,
  Varamaður: Baldur Helgi Benjamínsson, búfjárerfðafræðingur, tilnefndur af sama,
 • Katrín Andrésdóttir, dýralæknir, tilnefnd af Dýralæknafélagi Ísland,
  Varamaður: Grétar Hrafn Harðarson, tilnefndur af sama,
 • Ólafur Dýrmundsson, PhD í búfjárfræðum, tilnefndur af Dýraverndunarsambandi Íslands,
  Varamaður: Hallgerður Hauksdóttir, tilnefnd af sama,
 • Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og kennari í siðfræði , tilnefndur af Siðfræðistofnun HÍ,
  Varamaður: Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir, nýdoktor hjá Heimspekistofnun HÍ, tilnefnd af sama.

Fundargerðir / erindi lögð fyrir ráðið til umfjöllunar