• Email
  • Prenta

Persónuvernd á vefnum

Þegar þú notar vef Matvælastofnunar verða til upplýsingar um heimsóknina. Upplýsingarnar eru notaðar til að fá yfirsýn yfir notkun og hegðun notenda á vef.

Notkun á vafrakökum

Svo kallaðar vafrakökur (e. „cookies“) eru sérstakar skrár sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina. Þær eru notaðar til að telja heimsóknir á vefinn.

Notendur vefs Matvælastofnunar geta stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. 

Matvælastofnun notar Google Analytics til vefmælinga. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar eru notaðar við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir og fleira. Engum frekari upplýsingum er safnað um hverja komu og ekki er gerð tilraun til að tengja slíkar upplýsingar við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

Skráning notenda á vefnum

Póstlisti Matvælastofnunar

Notendur geta skráð sig á póstlista Matvælastofnunar. Fréttir eru sendar á netföng sem skráð hafa verið á póstlistann. Netföngin og áskriftarflokkar (fréttaflokkar) eru vistuð í vefumsjónarkerfinu. Þessar upplýsingar eru aðeins notaðar til að senda út tilkynningar um nýtt efni. Neðst í tölvupóstunum sem notendum berst er tengill sem hægt er að smella á til að skrá sig af póstlista.

Vefurinn og þær upplýsingar sem hann tekur á móti eru vistaðar á Íslandi hjá fyrirtæki með alþjóðlega öryggisvottun (ISO 27001).

Hafa samband – ábending eða fyrirspurn

Ábendingar til Matvælastofnunar eru skráðar í skjalakerfi (málaskrá) og erindinu komið til starfsmanns sem afgreiðir það. Erindin eru ekki vistuð í vefumsjónarkerfinu. Hægt er að senda ábendingar nafnlausar. 

Þjónustugátt

Rafrænar umsóknir til Matvælastofnunar eru skráðar í skjalakerfi (málaskrá) stofnunarinnar og umsókninni komið til starfsmanns sem afgreiðir hana. Umsóknir eru ekki vistaðar í vefumsjónarkerfinu. 

Upplýsingar úr Þjóðskrá um umsækjendur s.s. nafn, kennitölu og heimilisfang birtast sjálfkrafa í rafrænum eyðublöðum Matvælastofnunar til að auðvelda notendum að fylla út umsóknir.