• Email
 • Prenta

Spurt og svarað

Dýraheilbrigði

Fóður

Inn- og útflutningur

Matvæli

Plöntur

Dýraheilbrigði

Er Ísland eitthvað sérstakt varðandi sjúkdómavarnir?

Staða Íslands með tilliti til dýrasjúkdóma er einstæð í heiminum og hana ber að varðveita með öllum tiltækum ráðum. Íslenskur landbúnaður á allt undir því að það takist að halda íslenskum búfénaði jafn heilbrigðum í framtíðinni eins og hann er í dag. Íslenskir neytendur eiga skýlausa kröfu á því að ávallt verði gætt ítrustu varúðarreglna við innflutning og öryggi íslenskra matvæla og dýra sé gætt og að neytandinn njóti ávallt vafans.

Efst á síðu

Hvað er A-sjúkdómur?

Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma nr. 25/1993 eru smitsjúkdómar flokkaðir í þrjá flokka A, B og C. Flokkunin byggir á því hve alvarlegir sjúkdómarnir eru. Skylt er að tilkynna um grun eða greiningu á A og B sjúkdómum til Landbúnaðarstofnunar. Ef dýralæknir fær grun um eða greinir C sjúkdóm skal hann hlutast til um að framkvæmdar séu frekari rannsóknir og tilkynna málið að því marki sem nauðsynlegt er.

Dæmi um A sjúkdóma eru: Gin- og klaufaveiki, hundaæði, miltisbrandur, berklar, kúariða, mæði-visna, riðuveiki í sauðfé, svínapest, sullaveikifár, fuglaflensa o.fl. 

Alls eru 15 sjúkdómar í þessum flokki. Eini A-sjúkdómurinn sem er landlægur hér á landi er riðuveiki í sauðfé. 

Nánari upplýsingar um A- B- og C-sjúkdóma Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE)

Efst á síðu

Hvað er B-sjúkdómur?

Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma nr. 25/1993 eru smitsjúkdómar flokkaðir í þrjá flokka A, B og C. Flokkunin byggir á því hve alvarlegir sjúkdómarnir eru. Skylt er að tilkynna um grun eða greiningu á A og B sjúkdómum til Landbúnaðarstofnunar. Ef dýralæknir fær grun um eða greinir C sjúkdóm skal hann hlutast til um að framkvæmdar séu frekari rannsóknir og tilkynna málið að því marki sem nauðsynlegt er.

Dæmi um B sjúkdóma eru: Garnaveiki, hringskyrfi, salmonellusýkingar, sullaveiki, hestainflúensa, illkynja slímhúðarbólga í nautgripum, svínainflúensa, hundafár o.fl. 

Nokkrir B-sjúkdómar eru landlægir, s.s. garnaveiki, salmonellusýkingar, illkynja slímhúðarbólga og veiruskita í kúm. Stök tilfelli hafa komið upp af öðrum B-sjúkdómum, af nýlegum dæmum má nefna hringskyrfi og páfagaukaveiki. 

Nánari upplýsingar um A- B- og C-sjúkdóma Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE)

Efst á síðu

Hvað er gin- og klaufaveiki?

Gin- og klaufaveiki er veirusjúkdómur sem leggst á klaufdýr þ.e. nautgripi, sauðfé, geitur og svín. Veikin er bráðsmitandi og veldur gríðarlegu efnahagstjóni. Öllum dýrum sem smitast og öðrum sem eru í áhættuhópum á viðkomandi bæjum er lógað.

Sjúkdómurinn berst hratt milli dýra með snertingu, með hráu kjöti, jafnvel frystu og jafnvel umbúðum og með vindi yfir styttri vegalengdir. Í nautgripum lýsir hann sér með háum hita, minni átlyst og nyt. Eftir nokkra daga koma blöðrur í munn og á spena, við klaufhvarf og á milli klaufa og mikil slefa rennur úr munni dýranna. Í svínum eru einkenni svipuð en vægari en áberandi er helti vegna blöðrumyndunar við klaufhvarf og milli klaufa. Í sauðfé lýsir sjúkdómurinn sér nær eingöngu í helti. Það gerir að verkum að oft líður langur tími þar til sjúkdómurinn greinist í sauðfé. 

 Nánari upplýsingar um gin- og klaufaveiki má finna hér.

Efst á síðu

Hvað er svínapest?

Svínapest (classical swine fever) er bráðsmitandi veirusjúkdómur fyrst og fremst í svínum. Vanhöld geta verið mikil. Sjúkdómnum veldur veira úr fjölskyldunni Togaviridae; ætt: Pestivirus. Einungis svín (þar með talin villisvín) sýkjast af veirunni. Aðrar dýrategundir eru ekki næmar fyrir veirunni, það sama á við fólk. Svínapest getur birst í mismunandi myndum (bráður, langvinnur eða vægur sjúkdómur) með misalvarlegum einkennum. Einkenni bráðrar svínapestar eru fyrst og fremst sótthiti, sinnuleysi, lystarleysi og jafnvel krampar. Í byrjun má stundum sjá hægðatregðu en uppköst og niðurgangur eru algengari á seinni stigum sjúkdómsins. Á eyrum, trýni, útlimum og kviði er algengt að sjá rauða eða fjólubláa bletti sem koma fram vegna blæðinga undir húð.Veiran smitast við snertingu á milli grísa, við fóðrun með sýktum matarleifum eða með tækjum, tólum, fatnaði eða álíka sem hafa komist í snertingu við hana. Veiran er mjög vel varin í prótínríku umhverfi, getur lifað í marga mánuði í kældu kjöti og mörg ár í frystu kjöti.

 Nánari upplýsingar um svínapest má finna hér.

Efst á síðu

Hvaða sjúkdómum erum við að verjast?

Öllum A- og B-sjúkdómum, auk þess sjúkdómum sem eru hættulegir bæði dýrum og mönnum s.s. salmonella, kampýlóbakter og E. coli, sem kosta nágrannalönd okkar milljarða ár hvert.

Efst á síðu

Hvert á að leita vakni grunur um brot á dýraverndarlögum?

Skv. dýraverndarlögum ber almenningi skylda til að tilkynna illa meðferð á dýrum. Vakni grunur um brot á dýraverndunarlögum skal lögreglu tilkynnt um málið. Lögreglan fær viðkomandi héraðsdýralækni til liðs við sig og er þá athugað hvort tilkynningin eigi við rök að styðjast. Í vissum tilfellum, t.d. þegar um umfangsmikil mál eða ósætti er að ræða, er óskað eftir aðstoð Matvælastofnunar og/eða annarra sérfræðinga. Í málum sem þessum eru héraðsdýralæknarnir fagaðilar en lögreglan sér um að framkvæmd málsins fari eftir settum reglum.

Efst á síðu

Fóður

Er heimilt að nota glúkósamín í fóður fyrir hunda?

Heimilt er að nota glúkósamín í fóður fyrir hunda. Hinsvegar er ekki leyfilegt að vísa til áhrifa þeirra á betri heilsu sbr. að í reglugerð 340/2001 um eftirlit með fóðri í 3. lið 7. viðauka um merkingu fóðurs stendur:  „....má ekki vísa til fyrirbyggjandi eiginleika fóðursins eða að það dragi úr sjúkdómseinkennum eða lækni sjúkdóma."

Efst á síðu

Hvaða kröfur eru gerðar við innflutning á gæludýrafóðri?

Í fyrsta lagi þarf að skrá innflytjandann (fyrirtæki eða einstakling). Eyðublöð til þess má nálgast hér.

Þá þarf að skrá fóðrið sem fyrirhugað er að flytja inn. Sérhver innflytjandi er ábyrgur fyrir þeirri skráningu. Með skráningarbeiðninni þarf að fylgja upplýsingar um allar vörutegundir ásamt vörunúmerum sem ætlunin er að flytja inn. Upplýsingar sem beðið er um fyrir hverja vörutegund eru: hráefnalýsing (ingredients) upplýsingar um aukefni (additives) og næringarefnainnihald. Eyðublað til þessarar skráningar er að finna hér ásamt fylgiblaði hér.

Þegar til innflutnings kemur þarf að tilkynna það til Matvælastofnun sem gefur út heimildarnúmer sem á að fara á tollskýrslu, það er gert þegar öll tilskilin gögn varðandi innflutning hafa borist. Með innflutningstilkynningu þarf að fylgja vörureikningur og innihaldi fóðrið dýraafurðir og komi frá ríki innan EES, þarf að fylgja viðskiptayfirlýsing (Commercial document), þar sem m.a. kemur fram sú hitameðhöndlun sem fóðrið fær í vinnslu. Komi fóðrið frá ríki utan EES (þriðja ríki) þarf opinbert heilbrigðisvottorð að fylgja vörunni. 

Hér fyrir neðan er 6. gr. reglugerðar 509/2004 um varnir gegn dýrasjúkdómum og að sýktar afurðir berist til landsins. Eyðublöð vegna innflutnings má nálgast hér.

    6. gr.
Gæludýrafóður.
Leyfður er innflutningur á gæludýrafóðri sem meðhöndlað hefur verið á eftirfarandi hátt og staðfesting þess efnis kemur fram á viðskiptayfirlýsingu (commercial document) frá EES svæðinu eða vottorði sem ESB viðurkennir þegar um 3ju ríki er að ræða:
 • Nagbein úr skinnum eða leðri hafi verið hituð nægilega til að drepa smitandi lífverur (þ.m.t. salmonellu)
 • Niðursoðið fóður hafi verið hitað að lágmarki 3.0 í Fc gildi í loftþéttum umbúðum
 • Mjólkurvörur hafi verið gerilsneyddar
 • Annað gæludýrafóður en nefnt er hér að ofan hafi verið hitað upp í kjarnahita a.m.k. 90°C
Matvælastofnun fer með eftirlit með ofangreindum staðfestingum og skal innflytjandi leggja þær fram ásamt öðrum skjölum sem krafist er samkvæmt reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri.  Efst á síðu

Hvaða kröfur eru gerðar við innflutning á gæludýrafóðri?

Í fyrsta lagi þarf að skrá innflytjandann (fyrirtæki eða einstakling). Eyðublöð til þess má nálgast hér. Þá þarf að skrá fóðrið sem fyrirhugað er að flytja inn. Sérhver innflytjandi er ábyrgur fyrir þeirri skráningu. Með skráningarbeiðninni þarf að fylgja upplýsingar um allar vörutegundir ásamt vörunúmerum sem ætlunin er að flytja inn. Upplýsingar sem beðið er um fyrir hverja vörutegund eru: hráefnalýsing (ingredients) upplýsingar um aukefni (additives) og næringarefnainnihald. Eyðublað til þessarar skráningar er að finna hér ásamt fylgiblaði hér. Þegar til innflutnings kemur þarf að tilkynna það til Matvælastofnun sem gefur út heimildarnúmer sem á að fara á tollskýrslu, það er gert þegar öll tilskilin gögn varðandi innflutning hafa borist. Með innflutningstilkynningu þarf að fylgja vörureikningur og innihaldi fóðrið dýraafurðir og komi frá ríki innan EES, þarf að fylgja viðskiptayfirlýsing (Commercial document), þar sem m.a. kemur fram sú hitameðhöndlun sem fóðrið fær í vinnslu. Komi fóðrið frá ríki utan EES (þriðja ríki) þarf opinbert heilbrigðisvottorð að fylgja vörunni. Hér fyrir neðan er 6. gr. reglugerðar 509/2004 um varnir gegn dýrasjúkdómum og að sýktar afurðir berist til landsins. Eyðublöð vegna innflutnings má nálgast hér. 6. gr. Gæludýrafóður. Leyfður er innflutningur á gæludýrafóðri sem meðhöndlað hefur verið á eftirfarandi hátt og staðfesting þess efnis kemur fram á viðskiptayfirlýsingu (commercial document) frá EES svæðinu eða vottorði sem ESB viðurkennir þegar um 3ju ríki er að ræða: Nagbein úr skinnum eða leðri hafi verið hituð nægilega til að drepa smitandi lífverur (þ.m.t. salmonellu) Niðursoðið fóður hafi verið hitað að lágmarki 3.0 í Fc gildi í loftþéttum umbúðum Mjólkurvörur hafi verið gerilsneyddar Annað gæludýrafóður en nefnt er hér að ofan hafi verið hitað upp í kjarnahita a.m.k. 90°C Matvælastofnun fer með eftirlit með ofangreindum staðfestingum og skal innflytjandi leggja þær fram ásamt öðrum skjölum sem krafist er samkvæmt reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. Efst á síðu

Hvaða reglur gilda um verslun með hey?

Þeir sem ætla að selja hey, hvort sem er fyrir gæludýr eða dýr til manneldis, þurfa að framvísa vottorði um að á túnin, sem heyið er teki af, hafi ekki verið borin húsdýraáburður og húsdýr hafi ekki gengið á landinu. Auk þess verður bærinn (á Íslandi)  eða svæðið (erlendis) að hafa verið laus við riðu- og garnaveiki.

Innflutningur á heyi er bannaður.  Undanþága er veitt til  innflutnings á heyi fyrir gæludýr en þá þarf að fylgja opinbert vottorð þar sem ofangreind atriði eru vottuð með undirskrift og stimpli.

Efst á síðu

Hverjar eru kröfur til þeirra sem taka að sér kornþurrkun?

 • Þurrkun á korni, sem ekki er ætlað til sölu, fyrir eitt eða fleiri býli er ekki háð eftirliti Matvælastofnunar að öðru leiti en því að gæta skal að reglum varðandi sauðfjárveikivarnir 
 • Sé kornið ætlað til sölu til fóðurgerðar gildir eftirfarandi: 
 1. Fyrirtækið þarf að senda inn umsókn um skráningu fóðurfyrirtækis á þ.t.g. eyðublaði sem nálgast má hér. 
 2.  Fyrirtækið þarf að skrá afurðir sínar hjá MAST. Eyðublað og upplýsingar um nauðsynleg fylgigögn fyrir slíka skráningu er að finna hér. 
 3. Fyrirtækið þarf að vera með innra eftirlit sem byggir á GFH, þ.e. góðum framleiðsluháttum en leiðbeiningar þar að lútandi má finna hér. 
 4.  Minnt skal á að það er ekki heimilt að endurnýta fóðursekki sbr. 4. lið verklagsreglna um viðskipti með korn (og er í samræmi við C lið 6. viðauka reglugerðar nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri) þar sem stendur: 

Óheimilt er að endurnota poka/sekki undan korni sem kemur á fóðurblöndunarstöð eða til annars skráðs söluaðila. Önnur ílát og hverskonar flutningstæki fyrir fóðurvörur skulu þvegin og/eða á annan hátt hreinsuð fullkomlega eftir notkun, áður en þau eru notuð undir fóður þannig að engin blöndun né mengun geti átt sér stað, að því er varðar fóðurefni, óæskileg efni og smitefni.

Efst á síðu

Inn- og útflutningur

Af hverju eru allar þessar reglur, boð og bönn um innflutning?

Tíðar utanlandsferðir Íslendinga, stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og faraldrar stórhættulegra smitsjúkdóma s.s. gin- og kaufaveiki og svínapest á undanförnum árum, valda því að setja verður reglur um þá sem koma til landsins erlendis frá og koma til með að hafa snertingu við íslenskan landbúnað.

Efst á síðu

Eru hormónar í innfluttu kjöti?

Gerð er krafa um það þegar sótt er um leyfi til innflutnings á kjöti til Íslands að það sé staðfest með opinberu vottorði að dýrin sem afurðirnar eru af hafi ekki fengið hormóna eða önnur vaxtaraukandi efni.

Efst á síðu

Hvaðan kemur innflutt nautakjöt til Íslands?

Á árinu 2003 voru flutt inn tæp 5000 kg frá Nýja Sjálandi og Danmörku.

Efst á síðu

Hvaðan og hvaða kjöt er flutt inn til Íslands?

 • Kalkúnar frá Danmörku (hráir) og Svíþjóð (hráir) 
 • Kjúklingar frá Danmörku (hráir) og Svíþjóð (soðnir) 
 • Endur (hráar) frá Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi. 
 • Hreindýrakjöt (hrátt) frá Grænlandi og Finnlandi. 
 • Svínakjöt (soðið) frá Danmörku. 
 • Beikon (soðið) frá Þýskalandi.
Efst á síðu

Má ég hafa kjöt með til Íslands?

Ferðamönnum er óheimilt með öllu að flytja hrátt kjöt til Íslands. Einungis er heimilt að flytja hrátt kjöt til landsins þegar öllum tilskildum vottorðum skv. 5. og 7. gr. reglugerðar nr. 509/2004 hefur verið framvísað til Matvælastofnunar til umsagnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið formlegt innflutningsleyfi.

Allt að 3 kíló af soðnu kjöti má hafa meðferðis. Sanna þarf að kjötið sé soðið. Það verður að koma greinilega fram á umbúðum að varan sé soðin, að öðrum kosti er hún álitin ólögleg, verður gerð upptæk af tollgæslu og henni eytt. Óyggjandi merking um suðu getur verið "semicooked", "cooked", "fully cooked" þegar um kjötvörur er að ræða. Niðursoðið kjöt telst vera soðið og er því löglegt. Ekki er nægjanlegt að vara sé t.d. söltuð eða reykt.

Efst á síðu

Má ég hafa osta með til Íslands?

Já allt að 3 kíló, ef þeir eru sannanlega gerilsneyddir. Sönnunarbyrðin er hjá þér. Það verður að standa skýrt á umbúðum að osturinn sé unninn úr gerilsneyddri mjólk, að öðrum kosti er hann talinn ólöglegur, verður gerður upptækur af tollgæslu og eytt.

Efst á síðu

Má flytja lifandi dýr til Íslands?

Óheimilt er með öllu að flytja með sér lifandi dýr til Íslands. Matvælastofnun er þó heimilt að veita undanþágu frá þessum ákvæðum, enda sé stranglega fylgt þeim fyrirmælum sem um slíkan innflutning eru sett. Sérstök reglugerð er í gildi um innflutning gæludýra. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Efst á síðu

Má tollgæslan taka kjöt og osta af mér?

Komi ekki fram með óyggjandi hætti á umbúðum vörunnar að hún sé soðin eða gerilsneydd, sé um mjólkurafurðir að ræða, skal Tollgæslan skv. fyrirmælum Matvælastofnunar, gera vöruna upptæka og eyða henni. Frá þessu eru ekki neinar undantekningar né undanþágur veittar!

Efst á síðu

Matvæli

Er óhætt að borða matvæli úr beygluðum eða skemmdum niðursuðudósum?

Niðursuða matvæla á sér langa sögu og er talin ein öruggasta varðveisluaðferð sem völ er á. Skemmdir á yfirborði dósa geta hinsvegar leitt til tæringar á innrabyrði og/eða að efni dósanna eða húðunarefni flæði í of miklu magni yfir í matvælin. Ástæður skemmdanna eru ýmist vegna mistaka við undirbúning niðursuðu (s.s. lokun dósa), framkvæmd hennar eða hnjasks sem dósirnar verða fyrir á leið sinni til neytenda.

Matvælastofnun ráðleggur neytendum að kaupa ekki beyglaðar eða skemmdar niðursuðudósir, enn fremur að geyma matvæli úr niðursuðudósum í kæli og í viðeigandi matarílátum.

Efst á síðu

Er óhætt að nota kristalglös og kristalflöskur sem innihalda blý?

Blý í of miklu magni getur haft skaðleg áhrif á taugakerfi og meltingarveg, auk þess getur það leitt til blóðleysis. Fóstur og lítil börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir blýi. Hámarksgildi eru til fyrir blý í ákveðnum matvælum og hámarksflæði hefur verið sett fyrir blý úr leirhlutum sem ætlað er að snerta matvæli en engar reglur hafa verið settar um blý sem má flæða úr kristalglösum. Hins vegar má benda á hina almennu reglu um umbúðir, ílát og áhöld (efni og hluti) sem ætlað er að snerta matvæli. Þar er kveðið á um að efni og hlutir sem ætlað er að snerta matvæli skuli framleidd samkvæmt viðurkenndum framleiðsluháttum þannig að við eðlilega eða fyrirsjáanlega notkun flæði ekki úr þeim efni í svo miklum mæli að heilsu manna kunni að stafa hætta af, eða það valdi óviðunandi breytingum á efnasamsetningu matvæla eða raski skynrænum eiginleikum þeirra.

Samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur kynnt sér þá er mælt með því að kristalglös eða kristalflöskur séu ekki notaðar til þess að geyma vín eða önnur matvæli. Blý getur flætt úr glasinu/flöskunni yfir í matvælin, sérstaklega ef matvæli er geymt í lengri tíma. Hins vegar er í lagi að nota kristalglös sem innihalda blý til þess að drekka vín með einstökum máltíðum þar sem vínið er þá í stuttan tíma í glasinu og því lítil hætta á að blý flæði úr glasinu yfir í vínið.

Efst á síðu

Er óhætt að nota potta og pönnur með skaddaða teflonhúð?

Teflon er hitaþolið plastefni sem búið er til með fjölliðun tetraflúoretýlen sameinda undir miklum þrýstingi. Við fjölliðunina myndast efnið polytetraflúoretýlen (PTFE). Teflon eða fluon (polytetrafluoretylen - PTFE) inniheldur frumefnin kol og flúor og er notað til húðunar í steikarpönnur og eldunaráhöld. Efnið er notað vegna þess að það er hitaþolið (þolir 250-300°C) og er þolið gagnvart efnum.

Teflonhúð getur flagnað lítillega af pottum og steikarpönnum og borist þannig í matvæli. Ekkert bendir til þess að flögur sem losna frá við notkun valdi neytendum heilsuskaða. Efnið fer ómelt í gegnum meltingarveginn líkt og trefjaefni.

Sjá vísindavef HÍ

Efst á síðu

Eru hormónar í íslensku kjöti?

Nei. Hormónar og önnur efni sem hafa vaxtaraukandi áhrif á dýr sem gefa af sér afurðir til manneldis, eru bönnuð á Íslandi.

Efst á síðu

Plöntur

Má hafa með sér blóm og plöntur þegar komið er heim úr utanlandsferðum?

Heimilt er að hafa með sér inn í landið án heilbrigðisvottorðs hefðbundinn vönd með afskornum blómum og greinum frá öllum löndum. Einnig er heimilt að hafa með sér frá öðru Evrópulandi allt að 2 kg af blómlaukum og rótar- og stöngulhnýðum í órofnum verslunarumbúðum. Heimilt er að taka með sér allt að þremur pottaplöntum frá öðru Evrópulandi og er þar átt við hefðbundnar stofuplöntur (inniplöntur). Þessar undanþágur gilda einnig fyrir póstsendingar til landsins. Þær ná hins vegar ekki yfir villtar plöntur sem tíndar eru á víðavangi, trjáplöntur (með og án rótar), þ.m.t. dvergtré („bonsai“) og jólatré og kartöflur.

Efst á síðu

Má hafa með sér stofuplönturnar við búferlaflutninga til landsins?

Frá Evrópulandi má taka með sér venjulegar stofuplöntur (inniplöntur) sem tilheyra venjulegri búslóð, allt að 30 stk, 1-5 af hverri tegund.

Efst á síðu