Dýraafurðir

Inn- og útflutningsskrifstofa MAST annast rekstur landamærastöðva og eftirlit með innflutningi dýraafurða til landsins og þar með inn á Evrópska efnahagssvæðið (EES), skv reglugerð nr. 1044/2011. Innflutningseftirlit með dýraafurðum felst í skoðun skjala sem þurfa að fylgja vörunni, auðkenningu vörunnar, þ.e. hvort merkingar séu réttar samkvæmt meðfylgjandi skjölum og heilnæmisskoðun sem felur meðal annars í sér hitastigsmælingar, skynmat og sýnatöku til rannsókna.

Vegna innflutnings ferðamanna á dýraafurðum. Hægt er að sækja um heimild til að hafa með í farangri allt að 10 kg af kjöti (ýmist frosnu eða unnu) frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sækja skal um í gegnum þjónustugátt Matvælastofnunar. Heimilt er að hafa soðið kjöt meðferðis. Þó er eingöngu heimilt að flytja inn 3 kg af matvælum tollfrjálst til landsins.

Ekki má hafa meðferðist dýraafurðir frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins en sérstakar undanþágur gilda fyrir Færeyjar og Grænland. Sækja skal um í gegnum þjónustugátt Matvælastofnunar. Fyrir þá sem ekki hafa íslenska kennitölu má nota umsóknareyðublöð sem finna má hér.

Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:

  • Lög nr. 55/1998 um sjávarafurðir. 
  • Lög nr. 93/1995 um matvæli. 
  • Lög nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. 
  • Lög nr. 22/1994 um eftirlit með áburði, sáðvöru og fóðri
  • Reglugerð nr. 1044/2011 um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkum utan EES. 
  • Reglugerð nr. 1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Undirflokkur og tengiliður