• Email
  • Prenta

Greiðslumark mjólkur

Ársgreiðsla fyrir greiðslumark 2019 er 14,61 krónur á lítra. Aðrar stuðningsgreiðslur í nautgriparækt eru ekki tengdar greiðslumarki. Greiðslumark fellur niður í lok árs 2020 skv. núverandi búvörusamningi, nema annað verði ákveðið við endurskoðun samnings. Greiðslumarkið gildir þó sem viðmið fyrir greiðslur á greiðslumark, en þær fara lækkandi á næstu árum og falla niður árið 2026.

Innlausn greiðslumarks mjólkur og kaup á innleystu greiðslumarki

Framkvæmdin er samræmi við reglugerð nr. 1261/2018 um stuðning við nautgriparækt.

Umsóknum um innlausn og kaup á innleystu greiðslumarki þarf að skila í þjónustugátt Matvælastofnunar. Umsókn um innlausn á greiðslumarki er nr. 7.14 og umsókn um kaup á innleystu greiðslumarki er nr. 7.18 inn á þjónustugáttinni.

Innlausn greiðslumarks

Matvælastofnun annast innlausn greiðslumarks. Handhafi greiðslumarks getur lagt fram beiðni um innlausn á ónotuðu greiðslumarki sínu á eyðublaði 7.14 á þjónustugátt. Með beiðni um innlausn skal fylgja veðbókarvottorð, samþykki ábúanda, sameigenda og þinglýst samþykki veðhafa í lögbýlinu ef einhverjir eru. Beiðni um innlausn er bindandi frá skiladegi beiðni um innlausn. Við innlausn á greiðslumarki skal seljandi endurgreiða greiðslur vegna greiðslumarks vegna yfirstandandi framleiðsluárs sem svarar til þess magns sem selt er. Matvælastofnun skal draga fjárhæð þessara greiðslna frá innlausnarverði við frágang innlausnar.

Innlausn greiðslumarks skal fara fram 1. mars, 1. maí og 1. nóvember ár hvert. Framkvæmd innlausnar fer fram með eftirfarandi hætti:

Innlausnardagur Matvælastofnun auglýsir innlausnarvirði eigi síðar en Skilafrestur vegna beiðni um innlausn Greiðslufrestur Matvælastofnunar
1. mars 1. janúar 15. janúar 15. mars
1. maí 1. janúar 15. mars 15. maí
1. nóvember 1. janúar 15. september 15. nóvember

Greiðslumark framleiðanda þar sem engin framleiðsla fer fram í a.m.k. heilt verðlagsár skal ríkið innleysa á öðrum innlausnardegi hvers árs, án þess að bætur komi fyrir. 

Fyrir innleyst greiðslumark greiðir ríkissjóður tvöfalt núvirt andvirði greiðslna út á greiðslumark út gildistíma samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar dags. 19. febrúar 2016. Núvirt andvirði greiðslna skal reiknast miðað við stýrivexti Seðlabanka Íslands 1. janúar ár hvert og greiðslur frá þeim tíma. Innlausnarvirði greiðslumarks helst óbreytt frá auglýsingardegi innlausnarvirðis til 31. desember ár hvert.

Kaup á innleystu greiðslumarki

Matvælastofnun skal bjóða til sölu það greiðslumark, sem er innleyst, á því verði sem ríkið greiddi fyrir innlausn. Framkvæmdin er með eftirfarandi hætti: 

Handhafi greiðslumarks leggur fram beiðni um kaup á innlausn á ónotuðu greiðslumarki sínu á eyðublaði 7.14 á þjónustugátt.

 

Kaupandi er skráður fyrir greiðslumarki frá Kaupandi nýtir greiðslumark á kaupári frá og með Innlausnarvirði skal auglýst eigi síðar en Skilafrestur umsóknar um kaup á greiðslumarki Greiðslufrestur vegna kaupa á greiðslumarki
1. mars 1. janúar 1. janúar 15. janúar 15. febrúar
1. maí 1. janúar 1. janúar 15. mars 15. apríl
1. nóvember 1. janúar 1. janúar 15. september 15. október

Framleiðendur sem teljast nýliðar eða hafa framleitt a.m.k. 10% umfram greiðslumark á árunum 2013-2015 skulu hafa forgang að kaupum 50% þess greiðslumarks sem hefur verið innleyst. Það skiptist jafnt á milli forgangshópanna sem skiptist svo hlutfallslega í samræmi við þann lítrafjölda sem þeir óskuðu eftir að kaupa. 

Það greiðslumark sem þá er eftir skal boðið öðrum kaupendum sem og kaupendum í 3. mgr., að frádregnu því magni sem þeir keyptu skv. 3. mgr., hlutfallslega í samræmi við þann lítrafjölda sem þeir óskuðu eftir að kaupa.

Ef er um umframeftirspurn að ræða skal innleystu greiðslumarki skipt milli kaupenda hlutfallslega í samræmi við þann lítrafjölda sem þeir óskuðu eftir.

Tilboð um kaup á greiðslumarki er bindandi frá skiladegi umsóknar um kaup á greiðslumarki.

Ítarefni